Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2022 18:56 Jóhanna Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. stöð 2 Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“ Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“
Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38