„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2022 07:01 Andrés telur það enga tilviljun að í fyrsta skipti sem breyting á aðalskipulagi sem ryður leið að vindorkuverum fyrir almennan markað sé samþykkt sé það í landi nátengdu Framsóknarmönnum. Vísir/Samsett/vilhelm/aðsend Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. „Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
„Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira