Að hugsa út fyrir sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2022 13:30 Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun