Að hugsa út fyrir sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2022 13:30 Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun