Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 16:56 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira