Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 22:15 Lindsey Graham og Rudy Giuliani voru tveir af nánustu bandamönnum Trumps. Getty Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira