Dulbjó sig sem konu eftir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 19:56 Robert E. Crimo er sakaður um að hafa myrt sjö manns. Hann hefur ekki verið ákærður en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. EPA/AP Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56