Dulbjó sig sem konu eftir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 19:56 Robert E. Crimo er sakaður um að hafa myrt sjö manns. Hann hefur ekki verið ákærður en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. EPA/AP Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56