Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 15:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. „Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær,“ segir í kveðju borgarstjóra. Enn fremur segir í kveðjunni að það veki óhug „að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi.“ Tengsl borganna tveggja séu sérlega sterk og hugur Reykvíkinga séu hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi „þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína.“ Undir lok kveðjunnar segir að á tímum sem þessum sé sérstaklega mikilvægt „að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.“ Íslendingar standi með Dönum Í gærkvöldi sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, einnig kveðjur til Danmerkur. Í færslu sem hún birti á Twitter sagði hún fréttirnar frá Kaupmannahöfn vera nístandi og að danska þjóðin væri í hugum Íslendinga. Undir lok færslunnar sagði hún svo: „Við stöndum með ykkur.“ Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022 Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær,“ segir í kveðju borgarstjóra. Enn fremur segir í kveðjunni að það veki óhug „að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi.“ Tengsl borganna tveggja séu sérlega sterk og hugur Reykvíkinga séu hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi „þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína.“ Undir lok kveðjunnar segir að á tímum sem þessum sé sérstaklega mikilvægt „að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.“ Íslendingar standi með Dönum Í gærkvöldi sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, einnig kveðjur til Danmerkur. Í færslu sem hún birti á Twitter sagði hún fréttirnar frá Kaupmannahöfn vera nístandi og að danska þjóðin væri í hugum Íslendinga. Undir lok færslunnar sagði hún svo: „Við stöndum með ykkur.“ Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. 4. júlí 2022 13:46
Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02
Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33
Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25