Fjögur ráðin til Orkustofnunar Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2022 08:44 Björn Arnar Hauksson, Dagur Helgason, Davíð Steinar Guðjónsson og Eyrún Gígja Káradóttir. Orkustofnun Orkustofnun hefur gengið frá frá ráðningum í fjórar stöður til að efla miðlun og vinnslu gagna, en um er að ræða tvær stöður sérfræðinga í greiningum og gögnum, auk ráðningu nýs þróunarstjóra gagna og verkefnastjóra Orkuseturs. Í tilkynningu segir að Björn Arnar Hauksson hafi verið ráðinn sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits, Dagur Helgason sérfræðingur í greiningu orkumarkaða, Davíð Steinar Guðjónsson þróunarstjóri gagna og Eyrún Gígja Káradóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar. Komi ráðningarnar í kjölfar skipulagsbreytinga og með þeim fjölgi stöðugildum um tvö í þessum málaflokki innan Orkustofnunar. „Björn Arnar Hauksson hefur verið ráðinn sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits. Björn mun einnig gegna lykilhlutverki í innleiðingu notendavænnar gagna- og greiningarstefnu Orkustofnunar. Björn hefur víðtæka starfsreynslu á sviði greiningar og stefnumótunar á sviði fjárfestinga, m.a. tengdum raforku og öðrum orkumörkuðum. Síðustu ár hefur hann starfað að hagfræðiráðgjöf og við fjárfestingar og rekstur í ferðaþjónustu. Björn var framkvæmdastjóri í stefnumótun, markaðsrannsóknum og fjárfestingum hjá Noble Group í Singapúr á árunum 2014 til 2017. Hann starfaði sem sérfræðingur í markaðsgreiningu og stefnumótun hjá BHP í Hollandi og Singapúr á árunum 2010-2014 og sérfræðingur í tölvunarfræði og áhættugreiningu hjá Intercontinental Exchange í London á árunum 2005-2007. Þá starfaði hann á árum áður við greiningar og líkanagerð hjá Seðlabanka Íslands. Björn er með meistaragráðu í hagfræði frá London School of Economcis, BS gráðu í hagfræði og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Dagur Helgason hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í greiningu orkumarkaða. Dagur hefur starfað sem sérfræðingur í viðskiptagreiningum hjá ON frá árinu 2020 og greinandi í virkjanarekstri hjá sama fyrirtæki frá árinu 2018. Sérhæfing Dags liggur á sviði greininga á orkuframleiðslu, markaði og umhverfisáhrifum, sem og á sviði gagnadrifinnar ákvarðanatöku. Þá hefur hann verið meðlimur í greiningarhópi Samorku sem sér um greiningar á þörfum raforkumarkaðar. Dagur er með meistaragráðu í Orkuverkfræði frá íslenska Orkuskólanum við Háskólann í Reykjavík og BSc gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands. Davíð Steinar Guðjónsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri gagna. Davíð Steinar hefur um átta ára skeið starfað sem sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Veðurstofu Íslands þar sem hann hefur meðal annars séð um hönnun og viðhald gagnagrunna og gagnastrauma og verið fagstjóri gagnamála. Á árum áður starfaði hann hjá UpperBlue á Akureyri við úrlausn upplýsingatækniverkefna. Þá var hann verkefnastjóri hjá RES-School for Renewable Energy Science á Akureyri og starfaði um skeið fyrir BooleanWays í Hollandi, m.a. við söfnun tölfræðigagna um fyrirtæki og stofnanir og stýrði 7 manna teymi í Indlandi. Davíð Steinar er með MSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Eyrún Gígja Káradóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar. Eyrún hefur frá því í mars 2021 starfað sem verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku við fræðslu og vitundarvakningu almennings um umhverfis og loftslagsmál, sem og orkuskipti. Hún starfaði um skeið sem þjónustufulltrúi á búsetusviði Akureyrarbæjar. Þá var hún á árunum 2013-2018 fagstjóri raungreinasviðs Menntaskólans á Akureyri auk þess að sinna kennslu við líffræði við skólann og sitja í námaskrárnefnd skólans á tímabilinu. Eyrún er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og BS gráðu í líffræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Nútímavæðing gagnamála orkugeirans Ennfremur segir að tilgangurinn með breytingunum sé að efla verulega miðlun og vinnslu gagna um orkumarkaðinn, bæta upplýsingagjöf til markaðsaðila, svo sem umsækjenda um leyfi og annarra viðskiptavina. „Þær koma í kjölfar innleiðingar á nýrri stefnu Orkustofnunar síðastliðið haust sem miðar að því að aðlaga starfsemina að markmiðum Orkustefnu Íslands. Eitt meginstefið í henni er nútímavæðing gagnamála orkugeirans og meðal umbótaverkefna sem framundan eru hjá Orkustofnun eru sjálfvirknivæðing gagnaöflunar, stafræn vegferð leyfisveitinga og þróun mælaborða, m.a. til þess að bæta aðgengi að upplýsingum um stöðu mála á raforkumörkuðum. Jafnframt aukum við áherslu á miðlun gagna til almennings á aðgengilegan og skiljanlegan hátt í gegnum Orkusetur Orkustofnunar,“ segir í tilkynningunni. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.Vísir/Vilhelm Úr fortíð í framtíð Haft er eftir Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra að með breytingunum sé stofnunin að taka stórt skref í að færa stofnunina úr fortíð í framtíð. „Það er mikill kraftur í umhverfinu núna og við þurfum að vera með puttann á púlsinum. Bent hefur verið á að bæta þurfi skilvirkni og gagnsæi hjá Orkustofnun og því erum við í þessari vegferð og unnið verður að umbótum í áföngum næstu misserin. Það er viðamikið verkefni að fara úr þunglamalegum ferlum yfir í nútímann en með því að nýta tæknina er hægt að þjóna stjórnvöldum, almenningi og hagaðilum betur. Meðal annars að greina innviði fyrir orkuskiptin, sviðsmyndir orkuspáa og efla starfsemi raforkueftirlits. Breytingarnar leggja einnig grunn að því að hægt sé að meta orkuöryggi almennings en stjórnvöld vinna nú að því að tryggja það betur í lögum. Þetta er spennandi vegferð og mikilvægur liður í því að ná markmiðum Orkustefnu Íslands og gerir stofnunina sterkari í að sinna lögbundum hlutverkum sínum s.s. stjórnsýslu orkumála og ráðgjöf til stjórnvalda,“ segir Halla Hrund. Orkumál Vistaskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Í tilkynningu segir að Björn Arnar Hauksson hafi verið ráðinn sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits, Dagur Helgason sérfræðingur í greiningu orkumarkaða, Davíð Steinar Guðjónsson þróunarstjóri gagna og Eyrún Gígja Káradóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar. Komi ráðningarnar í kjölfar skipulagsbreytinga og með þeim fjölgi stöðugildum um tvö í þessum málaflokki innan Orkustofnunar. „Björn Arnar Hauksson hefur verið ráðinn sérfræðingur á sviði raforkurekstrar og hagræns eftirlits. Björn mun einnig gegna lykilhlutverki í innleiðingu notendavænnar gagna- og greiningarstefnu Orkustofnunar. Björn hefur víðtæka starfsreynslu á sviði greiningar og stefnumótunar á sviði fjárfestinga, m.a. tengdum raforku og öðrum orkumörkuðum. Síðustu ár hefur hann starfað að hagfræðiráðgjöf og við fjárfestingar og rekstur í ferðaþjónustu. Björn var framkvæmdastjóri í stefnumótun, markaðsrannsóknum og fjárfestingum hjá Noble Group í Singapúr á árunum 2014 til 2017. Hann starfaði sem sérfræðingur í markaðsgreiningu og stefnumótun hjá BHP í Hollandi og Singapúr á árunum 2010-2014 og sérfræðingur í tölvunarfræði og áhættugreiningu hjá Intercontinental Exchange í London á árunum 2005-2007. Þá starfaði hann á árum áður við greiningar og líkanagerð hjá Seðlabanka Íslands. Björn er með meistaragráðu í hagfræði frá London School of Economcis, BS gráðu í hagfræði og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Dagur Helgason hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í greiningu orkumarkaða. Dagur hefur starfað sem sérfræðingur í viðskiptagreiningum hjá ON frá árinu 2020 og greinandi í virkjanarekstri hjá sama fyrirtæki frá árinu 2018. Sérhæfing Dags liggur á sviði greininga á orkuframleiðslu, markaði og umhverfisáhrifum, sem og á sviði gagnadrifinnar ákvarðanatöku. Þá hefur hann verið meðlimur í greiningarhópi Samorku sem sér um greiningar á þörfum raforkumarkaðar. Dagur er með meistaragráðu í Orkuverkfræði frá íslenska Orkuskólanum við Háskólann í Reykjavík og BSc gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands. Davíð Steinar Guðjónsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri gagna. Davíð Steinar hefur um átta ára skeið starfað sem sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Veðurstofu Íslands þar sem hann hefur meðal annars séð um hönnun og viðhald gagnagrunna og gagnastrauma og verið fagstjóri gagnamála. Á árum áður starfaði hann hjá UpperBlue á Akureyri við úrlausn upplýsingatækniverkefna. Þá var hann verkefnastjóri hjá RES-School for Renewable Energy Science á Akureyri og starfaði um skeið fyrir BooleanWays í Hollandi, m.a. við söfnun tölfræðigagna um fyrirtæki og stofnanir og stýrði 7 manna teymi í Indlandi. Davíð Steinar er með MSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Eyrún Gígja Káradóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar. Eyrún hefur frá því í mars 2021 starfað sem verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku við fræðslu og vitundarvakningu almennings um umhverfis og loftslagsmál, sem og orkuskipti. Hún starfaði um skeið sem þjónustufulltrúi á búsetusviði Akureyrarbæjar. Þá var hún á árunum 2013-2018 fagstjóri raungreinasviðs Menntaskólans á Akureyri auk þess að sinna kennslu við líffræði við skólann og sitja í námaskrárnefnd skólans á tímabilinu. Eyrún er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og BS gráðu í líffræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Nútímavæðing gagnamála orkugeirans Ennfremur segir að tilgangurinn með breytingunum sé að efla verulega miðlun og vinnslu gagna um orkumarkaðinn, bæta upplýsingagjöf til markaðsaðila, svo sem umsækjenda um leyfi og annarra viðskiptavina. „Þær koma í kjölfar innleiðingar á nýrri stefnu Orkustofnunar síðastliðið haust sem miðar að því að aðlaga starfsemina að markmiðum Orkustefnu Íslands. Eitt meginstefið í henni er nútímavæðing gagnamála orkugeirans og meðal umbótaverkefna sem framundan eru hjá Orkustofnun eru sjálfvirknivæðing gagnaöflunar, stafræn vegferð leyfisveitinga og þróun mælaborða, m.a. til þess að bæta aðgengi að upplýsingum um stöðu mála á raforkumörkuðum. Jafnframt aukum við áherslu á miðlun gagna til almennings á aðgengilegan og skiljanlegan hátt í gegnum Orkusetur Orkustofnunar,“ segir í tilkynningunni. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.Vísir/Vilhelm Úr fortíð í framtíð Haft er eftir Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra að með breytingunum sé stofnunin að taka stórt skref í að færa stofnunina úr fortíð í framtíð. „Það er mikill kraftur í umhverfinu núna og við þurfum að vera með puttann á púlsinum. Bent hefur verið á að bæta þurfi skilvirkni og gagnsæi hjá Orkustofnun og því erum við í þessari vegferð og unnið verður að umbótum í áföngum næstu misserin. Það er viðamikið verkefni að fara úr þunglamalegum ferlum yfir í nútímann en með því að nýta tæknina er hægt að þjóna stjórnvöldum, almenningi og hagaðilum betur. Meðal annars að greina innviði fyrir orkuskiptin, sviðsmyndir orkuspáa og efla starfsemi raforkueftirlits. Breytingarnar leggja einnig grunn að því að hægt sé að meta orkuöryggi almennings en stjórnvöld vinna nú að því að tryggja það betur í lögum. Þetta er spennandi vegferð og mikilvægur liður í því að ná markmiðum Orkustefnu Íslands og gerir stofnunina sterkari í að sinna lögbundum hlutverkum sínum s.s. stjórnsýslu orkumála og ráðgjöf til stjórnvalda,“ segir Halla Hrund.
Orkumál Vistaskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira