„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ 1. júlí 2022 23:16 Elvar Már barðist um hvern bolta í kvöld ... Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum