Komdu með mér í lítið ferðalag um auð okkar allra, náttúru Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 30. júní 2022 16:00 Náttúra Íslands er einstök. Að vísu eru hér ekki mörg landspendýr eða innlendar trjátegundir, tiltölulega fá skordýr og engin einlend plöntutegund. Við eigum þó tvær litlar grunnvatnsmarflær sem finnast hvergi annars staðar og furðulegan grænþörung sem finnst í örfáum stöðuvötnum á Jörðinni. Í alþjóðlegu samhengi er náttúra Íslands gríðarlega merkileg og fjölbreytt. Hér verpir stór hluti ýmissa fuglastofna og hefur landið okkar að geyma stóran hluta af villtustu víðernum Evrópu. Þar að auki eigum við gríðarlegt magn af einstökum jarðminjum sem orðið hafa til vegna samspils elda og ísa. Það er því óhætt að segja að íslenska þjóðin sé auðug þegar kemur að einstökum náttúrufyrirbærum. Við njótum líka góðs af þeim. Hér er gnótt af rennandi ferskvatni, jarðvarmi hitar upp híbýli og gróðurhús, aðgengi að hreinni orku er auðvelt og heillandi náttúran vekur athygli vísindafólks, ferðafólks, nýsköpunargeirans og náttúruunnenda. Náttúran er nefnilega okkar auður. Auði fylgir ábyrgð Þessu ríkidæmi fylgir ábyrgð. Við berum ábyrgð á flóru og fánu landsins ásamt jarð- og sögulegum minjum þess. Við berum ábyrgð á því að dýrastofnar viðhaldi sér, plöntur nái að dafna, fjöll fái að standa og vatn að renna. Við berum þessa ábyrgð ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum heldur gagnvart mannkyninu í heild sinni, fortíðar- og framtíðarkynslóðum og ekki síst gagnvart náttúrunni sjálfri. Komdu með í ferðalag Mig langar að fara með ykkur í lítið ferðalag til þess að skoða þennan auð okkar betur. Við skulum byrja á norðanverðu hálendi Íslands. Frá Vonarskarði, sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, rennur Skjálfandafljót sem er meðal lengri vatnsfalla Íslands. Það rennur til sjávar í Skjálfandaflóa og er um 180 km langt. Fljótið hefur að geyma fjölmarga fallega fossa og má þar nefna Goðafoss, sem trekkir að fjölmargt ferðafólk ár hvert, og Aldeyjarfoss sem fellur niður um 20 metra umvafinn svörtu stuðlabergi og er talinn einn af fegurstu fossum landsins. Við Skjálfandafljót er fjölbreytt fuglalíf en þar verpir m.a. stór hluti heiðagæsastofnsins hér á landi. Fljótið er fiskgengt og heldur silungur og lax sig í fljótinu og þeim ám sem það þvera. Skjálfandafljót og fjölmörg svæði í nágrenni þess hafa verið friðlýst í ljósi sérstæðrar náttúru. Aldeyjarfoss.Derrek Sutton Heimsækjum Helsingjann Næst er förinni heitið til suðurhluta hálendisins. Í Hólmsárbotnum, rétt suðaustan við Torfajökul, á Hólmsá upptök sín. Áin er lindá en í hana renna fjölmargar uppsprettur auk jökulvatns. Vegna þessa er mikil frjósemi við ána og eru bakkar og fjölmargir hólmar hennar gróðursælir. Þar heldur til meirihluti íslenska helsingjastofnisins sem hefur farið vaxandi síðustu ár. Í ánni má einnig finna stöku bleikju. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að Hólmsá verði sett á náttúruminjaskrá vegna einstakra vatnavistgerða hennar.Vatnasvið árinnar nær yfir fjölmörg verndarsvæði á sunnanverðu hálendinu og má þar nefna Fjallabak og Eldgjá. Þrátt fyrir náttúrufegurð, einstakar vistgerðir og mikilvægi svæðisins fyrir fuglastofna, líkt og helsingjann, nýtur Hólmsá ekki verndar í dag. Voldugar vættir á Vestfjörðum Höldum nú til Vestfjarða. Á ströndum má finna afskekktan fjörð sem nefnist Ófeigsfjörður. Ekki er búið að staðaldri í Ófeigsfirði en þar eru þó sumarhús einnar fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja þangað. Illfært er í fjörðinn og því er svæðið fremur friðsælt og lítt snortið. Ófeigsfjörður liggur neðan við Drangajökul og Ófeigsfjarðarheiði sem hefur að geyma fjölmörg heiðavötn. Þaðan falla tvær ár í Ófeigsfjörð sem nefnast Hvalá og Rjúkandi. Fjölda fossa er að finna á svæðinu og má þar nefna Rjúkandifoss sem fellur úr Rjúkandi og tærbláu fossana Drynjandi og Hvalárfoss sem falla úr Hvalá. Fossar þessir eru mikilfenglegir og hafa á síðustu árum dregið að sér mikla athygli þrátt fyrir lítið aðgengi að þeim. Vegna þess hve Drangajökulssvæðið er afskekkt er þar að finna töluvert dýralíf. Þar verpir æðarfugl, landselir halda til við fjörðinn og refastofninn þar er einn sá stærsti á landinu. Svæðið hefur einnig að geyma talsvert af fornminjum og steingervingum. Svæðið undir Drangajökli, Hornstrandir og Norðurstrandir, trekkja að fjölda ferðafólks sem sækir í þessi miklu víðerni og ósnortnu náttúru. Þrátt fyrir þessar náttúruperlur sem Ófeigsfjarðarheiði og firðirnir í kring hafa að geyma nýtur svæðið ekki sérstakrar verndar. Heimkynni hreindýra og heiðagæsa Við endum ferðalagið á Austurlandi. Norðaustan við Vatnajökul, rétt við Brúarjökul og Eyjabakkajökul, stendur hæsta fjall Íslands utan jökla. Fjall þetta nefnist Snæfell og rís 1833 metra yfir sjávarmál. Vestan við Snæfell liggja Vesturöræfi í rúmlega 600 metra hæð. Þar má finna falleg heiðarlönd sem eru mikilvæg búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Neðan Brúarjökuls liggur háslétta sem hefur mótast af jöklinum og kallast Kringilsárrani. Svæðið hefur að geyma fjölmargar jökulminjar og má þar nefna stóran jökulgarð sem kallast Töðuhraukar. Á svæðinu er talsverður gróður, fjölmargar tjarnir og mikið votlendi sem nýtt er af heiðagæsum. Kringilsárrani var friðaður árið 1975 og er nú griðland hreindýra en veiðar eru þar bannaðar. Árið 2003 hófust framkvæmdir við Kárahnjúka norðan við Kringilsárrana. Heiðagæs á hreiðri við Töðuhrauka í Kringilsárrana.Andrés Skúlason Endurtökum ekki sömu mistök Tilgangur framkvæmdarinnar var að reisa vatnsaflsvirkjun sem sjá myndi álveri í Reyðarfirði fyrir rafmagni. Nokkrar þær ár sem renna frá Vatnajökli voru virkjaðar en til þess voru reistar þrjár stíflur sem mynda gríðarstórt lón er nefnist Hálslón. Við gerð þessa lóns fóru stór landsvæði undir vatn. Landsvæði sem áður geymdu gróðursæla dali, fallega fossa, merkilegt landslag og mikilvæg svæði hreindýra og fugla. Kringilsárrana, sem friðaður var 1975 líkt og kom fram hér að ofan, var sökkt að hluta til við þessar framkvæmdir. Kringlisárrani hörfar fyrir Hálslóni.Andrés Skúlason Við endum hér ferðalag okkar þrátt fyrir að halda mætti mun lengur áfram þegar náttúran er skoðuð. Náttúruauður Íslands er nefnilega gríðarlegur. Oftar en ekki verðum við þó samdauna því sem í kringum okkur er og sjáum ekki fegurðina í hversdagsleikanum. Þessi stutta samantekt um ríkidæmi okkar vona ég að verði til þess að opna augu sem flestra fyrir þessari einstöku og verðmætu náttúru sem við lifum með og eigum allt okkar að þakka. Við getum lært af mistökum okkar og breytt til hins betra þegar kemur að því að standa vörð um náttúru Íslands í framtíðinni. Náttúra Íslands er ríkidæmið sem framtíðarkynslóðir munu erfa. Kynntu þér þann náttúruauð okkar sem er friðaður og í hættu á natturukortid.is Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök. Að vísu eru hér ekki mörg landspendýr eða innlendar trjátegundir, tiltölulega fá skordýr og engin einlend plöntutegund. Við eigum þó tvær litlar grunnvatnsmarflær sem finnast hvergi annars staðar og furðulegan grænþörung sem finnst í örfáum stöðuvötnum á Jörðinni. Í alþjóðlegu samhengi er náttúra Íslands gríðarlega merkileg og fjölbreytt. Hér verpir stór hluti ýmissa fuglastofna og hefur landið okkar að geyma stóran hluta af villtustu víðernum Evrópu. Þar að auki eigum við gríðarlegt magn af einstökum jarðminjum sem orðið hafa til vegna samspils elda og ísa. Það er því óhætt að segja að íslenska þjóðin sé auðug þegar kemur að einstökum náttúrufyrirbærum. Við njótum líka góðs af þeim. Hér er gnótt af rennandi ferskvatni, jarðvarmi hitar upp híbýli og gróðurhús, aðgengi að hreinni orku er auðvelt og heillandi náttúran vekur athygli vísindafólks, ferðafólks, nýsköpunargeirans og náttúruunnenda. Náttúran er nefnilega okkar auður. Auði fylgir ábyrgð Þessu ríkidæmi fylgir ábyrgð. Við berum ábyrgð á flóru og fánu landsins ásamt jarð- og sögulegum minjum þess. Við berum ábyrgð á því að dýrastofnar viðhaldi sér, plöntur nái að dafna, fjöll fái að standa og vatn að renna. Við berum þessa ábyrgð ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum heldur gagnvart mannkyninu í heild sinni, fortíðar- og framtíðarkynslóðum og ekki síst gagnvart náttúrunni sjálfri. Komdu með í ferðalag Mig langar að fara með ykkur í lítið ferðalag til þess að skoða þennan auð okkar betur. Við skulum byrja á norðanverðu hálendi Íslands. Frá Vonarskarði, sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, rennur Skjálfandafljót sem er meðal lengri vatnsfalla Íslands. Það rennur til sjávar í Skjálfandaflóa og er um 180 km langt. Fljótið hefur að geyma fjölmarga fallega fossa og má þar nefna Goðafoss, sem trekkir að fjölmargt ferðafólk ár hvert, og Aldeyjarfoss sem fellur niður um 20 metra umvafinn svörtu stuðlabergi og er talinn einn af fegurstu fossum landsins. Við Skjálfandafljót er fjölbreytt fuglalíf en þar verpir m.a. stór hluti heiðagæsastofnsins hér á landi. Fljótið er fiskgengt og heldur silungur og lax sig í fljótinu og þeim ám sem það þvera. Skjálfandafljót og fjölmörg svæði í nágrenni þess hafa verið friðlýst í ljósi sérstæðrar náttúru. Aldeyjarfoss.Derrek Sutton Heimsækjum Helsingjann Næst er förinni heitið til suðurhluta hálendisins. Í Hólmsárbotnum, rétt suðaustan við Torfajökul, á Hólmsá upptök sín. Áin er lindá en í hana renna fjölmargar uppsprettur auk jökulvatns. Vegna þessa er mikil frjósemi við ána og eru bakkar og fjölmargir hólmar hennar gróðursælir. Þar heldur til meirihluti íslenska helsingjastofnisins sem hefur farið vaxandi síðustu ár. Í ánni má einnig finna stöku bleikju. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að Hólmsá verði sett á náttúruminjaskrá vegna einstakra vatnavistgerða hennar.Vatnasvið árinnar nær yfir fjölmörg verndarsvæði á sunnanverðu hálendinu og má þar nefna Fjallabak og Eldgjá. Þrátt fyrir náttúrufegurð, einstakar vistgerðir og mikilvægi svæðisins fyrir fuglastofna, líkt og helsingjann, nýtur Hólmsá ekki verndar í dag. Voldugar vættir á Vestfjörðum Höldum nú til Vestfjarða. Á ströndum má finna afskekktan fjörð sem nefnist Ófeigsfjörður. Ekki er búið að staðaldri í Ófeigsfirði en þar eru þó sumarhús einnar fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja þangað. Illfært er í fjörðinn og því er svæðið fremur friðsælt og lítt snortið. Ófeigsfjörður liggur neðan við Drangajökul og Ófeigsfjarðarheiði sem hefur að geyma fjölmörg heiðavötn. Þaðan falla tvær ár í Ófeigsfjörð sem nefnast Hvalá og Rjúkandi. Fjölda fossa er að finna á svæðinu og má þar nefna Rjúkandifoss sem fellur úr Rjúkandi og tærbláu fossana Drynjandi og Hvalárfoss sem falla úr Hvalá. Fossar þessir eru mikilfenglegir og hafa á síðustu árum dregið að sér mikla athygli þrátt fyrir lítið aðgengi að þeim. Vegna þess hve Drangajökulssvæðið er afskekkt er þar að finna töluvert dýralíf. Þar verpir æðarfugl, landselir halda til við fjörðinn og refastofninn þar er einn sá stærsti á landinu. Svæðið hefur einnig að geyma talsvert af fornminjum og steingervingum. Svæðið undir Drangajökli, Hornstrandir og Norðurstrandir, trekkja að fjölda ferðafólks sem sækir í þessi miklu víðerni og ósnortnu náttúru. Þrátt fyrir þessar náttúruperlur sem Ófeigsfjarðarheiði og firðirnir í kring hafa að geyma nýtur svæðið ekki sérstakrar verndar. Heimkynni hreindýra og heiðagæsa Við endum ferðalagið á Austurlandi. Norðaustan við Vatnajökul, rétt við Brúarjökul og Eyjabakkajökul, stendur hæsta fjall Íslands utan jökla. Fjall þetta nefnist Snæfell og rís 1833 metra yfir sjávarmál. Vestan við Snæfell liggja Vesturöræfi í rúmlega 600 metra hæð. Þar má finna falleg heiðarlönd sem eru mikilvæg búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Neðan Brúarjökuls liggur háslétta sem hefur mótast af jöklinum og kallast Kringilsárrani. Svæðið hefur að geyma fjölmargar jökulminjar og má þar nefna stóran jökulgarð sem kallast Töðuhraukar. Á svæðinu er talsverður gróður, fjölmargar tjarnir og mikið votlendi sem nýtt er af heiðagæsum. Kringilsárrani var friðaður árið 1975 og er nú griðland hreindýra en veiðar eru þar bannaðar. Árið 2003 hófust framkvæmdir við Kárahnjúka norðan við Kringilsárrana. Heiðagæs á hreiðri við Töðuhrauka í Kringilsárrana.Andrés Skúlason Endurtökum ekki sömu mistök Tilgangur framkvæmdarinnar var að reisa vatnsaflsvirkjun sem sjá myndi álveri í Reyðarfirði fyrir rafmagni. Nokkrar þær ár sem renna frá Vatnajökli voru virkjaðar en til þess voru reistar þrjár stíflur sem mynda gríðarstórt lón er nefnist Hálslón. Við gerð þessa lóns fóru stór landsvæði undir vatn. Landsvæði sem áður geymdu gróðursæla dali, fallega fossa, merkilegt landslag og mikilvæg svæði hreindýra og fugla. Kringilsárrana, sem friðaður var 1975 líkt og kom fram hér að ofan, var sökkt að hluta til við þessar framkvæmdir. Kringlisárrani hörfar fyrir Hálslóni.Andrés Skúlason Við endum hér ferðalag okkar þrátt fyrir að halda mætti mun lengur áfram þegar náttúran er skoðuð. Náttúruauður Íslands er nefnilega gríðarlegur. Oftar en ekki verðum við þó samdauna því sem í kringum okkur er og sjáum ekki fegurðina í hversdagsleikanum. Þessi stutta samantekt um ríkidæmi okkar vona ég að verði til þess að opna augu sem flestra fyrir þessari einstöku og verðmætu náttúru sem við lifum með og eigum allt okkar að þakka. Við getum lært af mistökum okkar og breytt til hins betra þegar kemur að því að standa vörð um náttúru Íslands í framtíðinni. Náttúra Íslands er ríkidæmið sem framtíðarkynslóðir munu erfa. Kynntu þér þann náttúruauð okkar sem er friðaður og í hættu á natturukortid.is Höfundur er líffræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun