Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 12:29 Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. Vísi barst ábending um að verðið á Símanum Sport væri að hækka á næstunni vegna mikillar kostnaðaraukningar í nýjum samningum um Enska boltann. Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Það gerir 40 prósent hækkun á rúmu hálfu ári. Aðspurður um ástæður fyrir hækkunum á Símanum Sport sagði Guðmundur Jóhannesson, upplýsingafulltrúi Símans, að hækkanirnar væru hluti af mörgum samverkandi þáttum eins og víða annars staðar. Hins vegar sagði Guðmundur að næsta tímabil enska boltans væri einnig fyrsta tímabilið sem hæfist á nýjum samningi. Í ár hafi verið nýtt útboð og þar gerður nýr kaupsamningur þar sem sjónvarpsréttindin voru keypt til næstu þriggja ára. Aukin verðbólga og dýrari aðföng hafi áhrif Blaðamaður talaði einnig við Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum, um fyrirhugaðar breytingar á verðskránni en hann sagði ástæðurnar fyrir hækkunum vera aukna verðbólgu og dýrari aðföng auk þess sem það væri langt síðan fyrirtækið hefði hækkað verð. „Það er langt síðan við höfum hækkað verð á sumar vörur og við erum að horfa á rekstrarhorfur okkar næstu vetur í 8,8 prósent verðbólgu og með dýrari aðföngum á ýmsu,“ sagði Magnús. „Þetta er ekki bundið við sportpakkann, við erum að hækka Premium, við erum að hækka Heimilispakkann. Við erum með þverhækkun á flestar vörur.“ Þó segir hann að það komi ekki bara til hækkunar af því það sé verið að stækka pakkana. Yfir heildina sé þó verið að hækka verðið á flestum vörum. Hins vegar munu áskrifendur Símans Sport ekki finna fyrir hækkunum fyrr en í ágúst þar sem fyrirtækið rukkar ekki fyrir íþróttapakkann yfir sumarmánuðina. Verðlag Kjaramál Fjölmiðlar Neytendur Síminn Fjármál heimilisins Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Vísi barst ábending um að verðið á Símanum Sport væri að hækka á næstunni vegna mikillar kostnaðaraukningar í nýjum samningum um Enska boltann. Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Það gerir 40 prósent hækkun á rúmu hálfu ári. Aðspurður um ástæður fyrir hækkunum á Símanum Sport sagði Guðmundur Jóhannesson, upplýsingafulltrúi Símans, að hækkanirnar væru hluti af mörgum samverkandi þáttum eins og víða annars staðar. Hins vegar sagði Guðmundur að næsta tímabil enska boltans væri einnig fyrsta tímabilið sem hæfist á nýjum samningi. Í ár hafi verið nýtt útboð og þar gerður nýr kaupsamningur þar sem sjónvarpsréttindin voru keypt til næstu þriggja ára. Aukin verðbólga og dýrari aðföng hafi áhrif Blaðamaður talaði einnig við Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum, um fyrirhugaðar breytingar á verðskránni en hann sagði ástæðurnar fyrir hækkunum vera aukna verðbólgu og dýrari aðföng auk þess sem það væri langt síðan fyrirtækið hefði hækkað verð. „Það er langt síðan við höfum hækkað verð á sumar vörur og við erum að horfa á rekstrarhorfur okkar næstu vetur í 8,8 prósent verðbólgu og með dýrari aðföngum á ýmsu,“ sagði Magnús. „Þetta er ekki bundið við sportpakkann, við erum að hækka Premium, við erum að hækka Heimilispakkann. Við erum með þverhækkun á flestar vörur.“ Þó segir hann að það komi ekki bara til hækkunar af því það sé verið að stækka pakkana. Yfir heildina sé þó verið að hækka verðið á flestum vörum. Hins vegar munu áskrifendur Símans Sport ekki finna fyrir hækkunum fyrr en í ágúst þar sem fyrirtækið rukkar ekki fyrir íþróttapakkann yfir sumarmánuðina.
Verðlag Kjaramál Fjölmiðlar Neytendur Síminn Fjármál heimilisins Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira