Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 08:47 Kosið var eftir nýjum kosningalögum í fyrsta skipti í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59