Jóhann Páll slær á orðróm um varaformannsframboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2022 16:29 Jóhann Páll tók sæti á Alþingi eftir kosningar í september. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29