Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 13:16 Reykjavík loftmyndir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira