Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 18:42 Stelpurnar frá JSB eru ekki sáttar. Aðsend Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira