Fornmunum Asteka bjargað á þurrt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2022 14:31 Trúarhof Asteka í Tenochtitlán. WikimediaCommons Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru. Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir. Mexíkó Fornminjar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir.
Mexíkó Fornminjar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira