Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 20:30 Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára. Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus
Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30
„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31
Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16