Glastonbury tónlistarhátíðin hófst í dag með látum en hátíðin er nú haldin í fyrsta sinn síðan Covid-19 faraldurinn setti mark sitt á heimsbyggðina. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu lét sig ekki vanta á hátíðina. Í upptöku af ávarpi sínu hvetur hann gesti Glastonbury til þess að hjálpa Úkraínubúum sem hafi neyðst til þess að flýja heimili sín vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og beita stjórnmálafólk þrýstingi. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Zelensky bað áhorfendur um að sanna að frelsið sigri alltaf.
Hlusta má á ræðu Zelensky hér að neðan.
A message from President of Ukraine Volodymyr Zelenskyy was just played on the big screens at The Other Stage, shortly before The Libertines stage-opening set. #Glastonbury2022 pic.twitter.com/LuXf2FfEBf
— Glastonbury Festival (@glastonbury) June 24, 2022