Umfjöllun og viðtöl: KA-Fram 4-1| Þrjú víti, tvö rauð og fimm mörk er KA fór áfram Árni Gísli Magnússon skrifar 26. júní 2022 19:53 KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Hulda Margrét KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA. Leikurinn var einungis þriggja mínútna gamall þegar KA fékk vítaspyrnu. Leikmenn Fram fóru þá heldur ógætilega með boltann í öftustu línu og Ólafur Íshólm var að fara sparka boltanum fram völlinn þegar Ásgeir Sigurgeirsson nær að pota í boltann og þar af leiðandi sparkar Ólafur í Ásgeir og Þorvaldur Árnason dómari dæmdi réttilega vítaspyrnu. Nökkvi Þeyr sendi Ólaf í vitlaust horn og skoraði örugglega. KA því 1-0 yfir eftir einungis fjórar mínútur. Ásgeir Sigurgeirsson hefði getað tvöfaldað forystu KA stuttu seinna þegar hann komst aftur fyrir vörn Fram en Ólafur varði vel frá honum. Jesus Gomez komst í fínt færi eftir rúmlega 20 mínútna leik en fast skot hann var beint á Jajalo. Á 38. mínútu fékk Nökkvi Þeyr sannkallað dauðafæri þegar boltinn datt fyrir hann í teignum rétt upp við marki gestanna eftir aukaspyrnu en bakfallsspyrna hans fór yfir. Innan við mínútu seinna var aftur klaufagangur í öftustu línu Fram sem endaði með því að Hosine Bility, varnarmaður Fram, renndi sér utan í Ásgeir Sigurgeirsson sem féll og önnur vítaspyrna dæmd. Bility hafði fengið að líta gult spjald einungis rúmri mínútu áður og fékk að líta sitt seinna gula spjald fyrir þetta brot og var því rekinn af velli með rautt spjald. Nökkvi Þeyr setti boltann í vinstra hornið núna og kom KA í 2-0. Róðurinn orðinn virkilega þungur fyrir Fram. Í uppbótartíma átti Fred skot að marki KA úr aukaspyrnu sem Jajalo varði til hliðar þar sem Fram fékk boltann aftur þar sem Rodri braut á leikmanni Fram innan teigs, eða svo sýnist undirrituðum á myndbandsupptöku, en Þorvaldur dæmdi einungis aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Það var ekki að sjá í upphafi síðari hálfleiks en KA væri einum manni fleiri þar sem þeir voru langt frá því að spila góðan fótbolta. Nökkvi Þeyr komst í gegn eftir rúmlega 10 mínútur og setti boltann fram hjá Ólafi í markinu en varnarmaður Fram komst í boltann rétt við marklínuna. Þá geystust Framarar upp í staðinn og Tryggvi Snær komst í fínt færi en Jajalo varði í horn. Á 69. mínútu voru heimamenn kærulausir baka til og missti boltann sem endaði með því að Þorri Mar braut á Tryggva Snæ innan teigs og þriðja vítaspyrna leiksins dæmd. Úr henni skoraði Guðmundur Magnússon af öryggi og minnkaði muninn í 2-1. Jajalo fór í rétt horn en spyrnan föst og í netið. Fram var því heldur betur komið inn í leikinn aftur en Nökkvi Þeyr Þórisson slökkti í öllum þeirra vonum á 79. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark KA eftir sendingu frá Hallgrími Mar eftir flotta spilamennsku og gat Nökkvi ekki annað en sett boltann í autt markið. Eftir markið var mikill pirringur á bekk Framara í garð dómara leiksins og Tryggvi Snær Geirsson, sem hafði nýlega verið skipt af velli, fékk að líta beint rautt spjald og Jón Sveinsson, þjálfari, gult spjald. Hallgrímur Mar átti svo lokaorðið þegar hann skoraði fjórða markið eftir sendinu frá Jakobi Snæ með góðu skoti fyrir utan teig sem Ólafur varði inn í fjærhornið. Lokatölur 4-1 og KA komið áfram í 8-liða úrslit. Af hverju vann KA? Framarar gáfu þeim tvö víti í leiknum og Hosine Bility gerði þeim enn auðveldara fyrir með því að láta reka sig af velli í fyrri hálfleik. Það má því segja að Fram hafi hjálpað KA fullmikið í dag en KA á líka hrós skilið fyrir flottan sóknarleik á köflum og skora fjögur góð mörk. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu, þar af tvö mörk af vítapunktinum, og er því skuldlaust maður leiksins. Kristijan Jajalo á einnig hrós skilið en hann varði oft á tíðum mjög vel. Hjá Fram áttu ekki margir góðan dag en Tryggvi Snær var sennilega manna ferskastur. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram. Gáfu tvö víti, fá rautt spjald og voru almennt í miklu brasi baka til. Hvað gerist næst? KA er komið í 8-liða úrslit keppninnar og bíða þess að sjá hverjir mótherjar þeirra verða. Næsti deildarleikur þeirra er heima gegn Val mánudaginn 4. júlí kl. 18:00. Fram er dottið úr leik en næsti deildarleikur þeirra er úti gegn Keflavík sunnudaginn 3. júlí kl. 19:15. Jón: Settum KA undir smá pressu þó við værum einum færri Jón Sveinsson, þjálfari Fram.VÍSIR/SKJÁSKOT Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap gegn KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fram fékk dæmt á sig tvö víti í fyrri hálfleiknum og hafði Jón sínar skoðanir á því. „Seinna vítið var klárlega víti, ég held að við getum ekkert kvartað yfir því, en mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, mér fannst Ólafur vera á undan í boltann og svo lenda þeir saman eftir að hann sparkar boltanum í burtu þannig að fyrir mér ef hann er á undan í boltann þá hlýtur hann að hafa rétt á stöðunni og þá er brotið kannski frekar í hina áttina en dómarinn var því miður ekki sammála því.” Fram kom vel út í seinni hálfleikinn og var í raun ekki að sjá að þeir væru einum færri til að byrja með. „Við náttúrulega einum færri eða ekki urðum að gefa allt í leikinn, vorum tveimur mörkum undir og menn ætluðu sér að fara lengra í þessari keppni þannig að þeir virkilega lögðu sig fram og við settum KA undir smá pressu þó við værum einum færri og kannski á móti eins og gerist stundum í þessu einum fleiri með tveggja marka forystu þá kannski aðeins slaka þeir á líka en því miður dugði það ekki til.” Hosine Bility fékk tvö gul spjöld með örstuttu millibili í fyrri hálfeik og Tryggvi Snær fékk svo að líta rautt spjald eftir að honum hafði verið skipt út af vegna einhverra orða sem hann lét falla á bekknum ásamt því að Jón fékk sjálfur gult spjald. Hvað gekk þarna á? „Mótmæli fyrst og fremst og örugglega bara réttlætanleg spjöld sem þeir setja á okkur þar og ég held að það sé bara skýrt í reglunum að leikmaður sem að stekkur út í boðvang og er að mótmæla dómi að það sé bara rautt spjald og það er ekki þeirra hlutverk þar þannig við getum ekkert kvartað yfir því.” „Það eru bara hörkuleikir hver einasti leikur í þessari deild og við þurfum bara að mæta í hvern og einn þeirra til þess að leggja okkur fram og leggja þá vinnu af mörkum til að ná í stig og við verðum bara að sjá hversu mörg þau verða í september og hvar við munum spila þessa úrslitakeppni í október”, bætti Jón við að lokum aðspurður út í næstu verkefni liðsins í Bestu deildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Fram KA
KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA. Leikurinn var einungis þriggja mínútna gamall þegar KA fékk vítaspyrnu. Leikmenn Fram fóru þá heldur ógætilega með boltann í öftustu línu og Ólafur Íshólm var að fara sparka boltanum fram völlinn þegar Ásgeir Sigurgeirsson nær að pota í boltann og þar af leiðandi sparkar Ólafur í Ásgeir og Þorvaldur Árnason dómari dæmdi réttilega vítaspyrnu. Nökkvi Þeyr sendi Ólaf í vitlaust horn og skoraði örugglega. KA því 1-0 yfir eftir einungis fjórar mínútur. Ásgeir Sigurgeirsson hefði getað tvöfaldað forystu KA stuttu seinna þegar hann komst aftur fyrir vörn Fram en Ólafur varði vel frá honum. Jesus Gomez komst í fínt færi eftir rúmlega 20 mínútna leik en fast skot hann var beint á Jajalo. Á 38. mínútu fékk Nökkvi Þeyr sannkallað dauðafæri þegar boltinn datt fyrir hann í teignum rétt upp við marki gestanna eftir aukaspyrnu en bakfallsspyrna hans fór yfir. Innan við mínútu seinna var aftur klaufagangur í öftustu línu Fram sem endaði með því að Hosine Bility, varnarmaður Fram, renndi sér utan í Ásgeir Sigurgeirsson sem féll og önnur vítaspyrna dæmd. Bility hafði fengið að líta gult spjald einungis rúmri mínútu áður og fékk að líta sitt seinna gula spjald fyrir þetta brot og var því rekinn af velli með rautt spjald. Nökkvi Þeyr setti boltann í vinstra hornið núna og kom KA í 2-0. Róðurinn orðinn virkilega þungur fyrir Fram. Í uppbótartíma átti Fred skot að marki KA úr aukaspyrnu sem Jajalo varði til hliðar þar sem Fram fékk boltann aftur þar sem Rodri braut á leikmanni Fram innan teigs, eða svo sýnist undirrituðum á myndbandsupptöku, en Þorvaldur dæmdi einungis aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Það var ekki að sjá í upphafi síðari hálfleiks en KA væri einum manni fleiri þar sem þeir voru langt frá því að spila góðan fótbolta. Nökkvi Þeyr komst í gegn eftir rúmlega 10 mínútur og setti boltann fram hjá Ólafi í markinu en varnarmaður Fram komst í boltann rétt við marklínuna. Þá geystust Framarar upp í staðinn og Tryggvi Snær komst í fínt færi en Jajalo varði í horn. Á 69. mínútu voru heimamenn kærulausir baka til og missti boltann sem endaði með því að Þorri Mar braut á Tryggva Snæ innan teigs og þriðja vítaspyrna leiksins dæmd. Úr henni skoraði Guðmundur Magnússon af öryggi og minnkaði muninn í 2-1. Jajalo fór í rétt horn en spyrnan föst og í netið. Fram var því heldur betur komið inn í leikinn aftur en Nökkvi Þeyr Þórisson slökkti í öllum þeirra vonum á 79. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark KA eftir sendingu frá Hallgrími Mar eftir flotta spilamennsku og gat Nökkvi ekki annað en sett boltann í autt markið. Eftir markið var mikill pirringur á bekk Framara í garð dómara leiksins og Tryggvi Snær Geirsson, sem hafði nýlega verið skipt af velli, fékk að líta beint rautt spjald og Jón Sveinsson, þjálfari, gult spjald. Hallgrímur Mar átti svo lokaorðið þegar hann skoraði fjórða markið eftir sendinu frá Jakobi Snæ með góðu skoti fyrir utan teig sem Ólafur varði inn í fjærhornið. Lokatölur 4-1 og KA komið áfram í 8-liða úrslit. Af hverju vann KA? Framarar gáfu þeim tvö víti í leiknum og Hosine Bility gerði þeim enn auðveldara fyrir með því að láta reka sig af velli í fyrri hálfleik. Það má því segja að Fram hafi hjálpað KA fullmikið í dag en KA á líka hrós skilið fyrir flottan sóknarleik á köflum og skora fjögur góð mörk. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu, þar af tvö mörk af vítapunktinum, og er því skuldlaust maður leiksins. Kristijan Jajalo á einnig hrós skilið en hann varði oft á tíðum mjög vel. Hjá Fram áttu ekki margir góðan dag en Tryggvi Snær var sennilega manna ferskastur. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram. Gáfu tvö víti, fá rautt spjald og voru almennt í miklu brasi baka til. Hvað gerist næst? KA er komið í 8-liða úrslit keppninnar og bíða þess að sjá hverjir mótherjar þeirra verða. Næsti deildarleikur þeirra er heima gegn Val mánudaginn 4. júlí kl. 18:00. Fram er dottið úr leik en næsti deildarleikur þeirra er úti gegn Keflavík sunnudaginn 3. júlí kl. 19:15. Jón: Settum KA undir smá pressu þó við værum einum færri Jón Sveinsson, þjálfari Fram.VÍSIR/SKJÁSKOT Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap gegn KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fram fékk dæmt á sig tvö víti í fyrri hálfleiknum og hafði Jón sínar skoðanir á því. „Seinna vítið var klárlega víti, ég held að við getum ekkert kvartað yfir því, en mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, mér fannst Ólafur vera á undan í boltann og svo lenda þeir saman eftir að hann sparkar boltanum í burtu þannig að fyrir mér ef hann er á undan í boltann þá hlýtur hann að hafa rétt á stöðunni og þá er brotið kannski frekar í hina áttina en dómarinn var því miður ekki sammála því.” Fram kom vel út í seinni hálfleikinn og var í raun ekki að sjá að þeir væru einum færri til að byrja með. „Við náttúrulega einum færri eða ekki urðum að gefa allt í leikinn, vorum tveimur mörkum undir og menn ætluðu sér að fara lengra í þessari keppni þannig að þeir virkilega lögðu sig fram og við settum KA undir smá pressu þó við værum einum færri og kannski á móti eins og gerist stundum í þessu einum fleiri með tveggja marka forystu þá kannski aðeins slaka þeir á líka en því miður dugði það ekki til.” Hosine Bility fékk tvö gul spjöld með örstuttu millibili í fyrri hálfeik og Tryggvi Snær fékk svo að líta rautt spjald eftir að honum hafði verið skipt út af vegna einhverra orða sem hann lét falla á bekknum ásamt því að Jón fékk sjálfur gult spjald. Hvað gekk þarna á? „Mótmæli fyrst og fremst og örugglega bara réttlætanleg spjöld sem þeir setja á okkur þar og ég held að það sé bara skýrt í reglunum að leikmaður sem að stekkur út í boðvang og er að mótmæla dómi að það sé bara rautt spjald og það er ekki þeirra hlutverk þar þannig við getum ekkert kvartað yfir því.” „Það eru bara hörkuleikir hver einasti leikur í þessari deild og við þurfum bara að mæta í hvern og einn þeirra til þess að leggja okkur fram og leggja þá vinnu af mörkum til að ná í stig og við verðum bara að sjá hversu mörg þau verða í september og hvar við munum spila þessa úrslitakeppni í október”, bætti Jón við að lokum aðspurður út í næstu verkefni liðsins í Bestu deildinni.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti