Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 09:38 Þrír fyrrverandi yfirmenn dómsmálaráðuneytisins í tíð Trump sóru eið áður en þeir báru vitni í gær. Frá vinstri: Steven Engel, Jeffrey Rosen og Richard Donoghue. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. Linnulaus þrýstingur Trump á dómsmálaráðuneytið til að fá það til að taka undir stoðlausar ásakanir hans um að stórfelld kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningunum var viðfangsefni fimmta opna fundar þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í gær. Áður hefur nefndin dregið upp mynd af því hvernigTrump og ráðgjafar hans lögðu á ráðin um leið til að halda í völdin þrátt fyrir að hann hefði tapað kosningunum fyrir Joe Biden. Ætlunin var að fá repúblikana á ríkisþingum þar sem Biden sigraði naumlega til þess að nota svikabrigslin sem átyllu til að hafna kjörmönnum ríkjanna og velja í stað þeirra kjörmenn fyrir Trump. Liður í áætluninni var að fá Mike Pence, varaforseta, til þess að neita að staðfesta niðurstöðu kjörmannaráðsins sem velur forsetann eða jafnvel telja frekar fölsku kjörmenn Trump þannig að hann yrði áfram forseti. Pence neitaði að taka þátt en stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að hann staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar í fyrra. Donald Trump s requests to push allegations of election fraud were declined by the Justice Department because they were not appropriate based on the facts and the law, former Acting Attorney General Jeffrey Rosen said at the Jan. 6 Capitol attack hearing https://t.co/FvkiLQwDJx pic.twitter.com/9iYJP0cbAA— Reuters (@Reuters) June 23, 2022 „Látið mig og repúblikana um afganginn“ Til að renna stoðum undir samsæriskenningar um kosningasvik vildi Trump ólmur að dómsmálaráðuneytið talaði sínu máli. Jeffrey Rosen, þáverandi starfandi dómsmálaráðherra, sagði þingnefndinni að Trump hefði haft samband við sig nær daglega í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Dómsmálaráðuneytið á að vera óháð forsetanum. Rosen varð starfandi ráðherra eftir að William Barr hætti. Barr hafði sagt engar sannanir fyrir kosningasvikum. Trump vildi að ráðuneytið drægi kosningaúrslitin í efa opinberlega. „Segið bara að kosningarnar hafi verið spilltar og látið mig og repúblikana um afganginn,“ hafði Richard Donoghue, þáverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, eftir Trump. Rosen og Donoghue sögðu Trump að rannsókn ráðuneytisins hefði ekki leitt í ljós nein meiriháttar svik í kosningunum. Sumar ásakanir forsetans um svik væru „augljóslega út í hött“ og jafnvel „hrein sturlun“. „Ef ráðuneytið hefði gripið inn í stjórnmálaferlið með þessum hætti tel ég að það hefði haft alvarlega afleiðingar fyrir landið. Við höfðum mjög auðveldlega getað endað í stjórnarskrárkreppu,“ sagði Donoghue við nefndina. Jeffrey Clark sem Trump vildi skipa sem dómsmálaráðherra. Hann skrifaði minnisblað um hvernig ríkisþingmenn repúblikana gætu, samkvæmt honum, hafnað kosningaúrslitunum.AP/Susan Walsh Hefði stýrt „kirkjugarði“ Andspyrna yfirmanna dómsmálaráðuneytisins fór svo í taugarnar á Trump að hann ætlaði sér að reka Rosen og skipa í staðinn Jeffrey Clark, tiltölulega lágt settan lögfræðing á umhverfissviði ráðuneytisins, sem ráðherra í hans stað. Clark þessi hafði af eigin hvötum skrifað minnisblað, á bréfsefni ráðuneytisins, um hvernig ríkisþingmenn í ríkjum sem Trump tapaði gætu ógilt úrslit kosninganna þar. Þegar Trump kallaði yfirmenn ráðuneytisins óvænt á fund í Hvíta húsinu þar sem hann viðraði hugmyndina um að skipa Clark ráðherra, þremur dögum fyrir árásina á þinghúsið, sögðust þeir allir myndu segja af sér. Donoghue varaði Trump við því að það leiddi til hundraða afsagna starfsmanna ráðuneytisins. Undir það tók Steven A. Engel, þáverandi yfirmaður skrifstofu yfirlögfræðings ráðuneytisins. Yrði Clark skipaður ráðherra myndi hann „stýra kirkjugarði“. Trump gaf hugmyndin loks upp á bátinn. Clark sjálfur neitaði að bera vitni fyrir þingnefndinni og nýtti sér rétt sinn til að bendla sjálfan sig ekki við glæp. Alríkislögregumenn gerðu húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn á tilraununum til að snúa kosningaúrslitunum við. Þingmenn sóttust eftir forvirkum náðunum Nefndin upplýsti einnig í gær að sex þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu falast eftir því að Trump náðaði þá fyrir fram til að koma í veg fyrir að þeir yrðu sóttir til saka fyrir að styðja tilraunir forsetans til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Þingmennirnir sem um ræðir voru Mo Brooks frá Alabama, Matt Gaetz frá Flórída, Andy Briggs frá Arizona, Louie Gohmert frá Texas, Marjorie Taylor Green frá Georgíu og Scott Perry frá Pennyslvaníu. Enginn þeirra hlaut þó náðun frá Trump áður en hann yfirgaf embætti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Linnulaus þrýstingur Trump á dómsmálaráðuneytið til að fá það til að taka undir stoðlausar ásakanir hans um að stórfelld kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningunum var viðfangsefni fimmta opna fundar þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í gær. Áður hefur nefndin dregið upp mynd af því hvernigTrump og ráðgjafar hans lögðu á ráðin um leið til að halda í völdin þrátt fyrir að hann hefði tapað kosningunum fyrir Joe Biden. Ætlunin var að fá repúblikana á ríkisþingum þar sem Biden sigraði naumlega til þess að nota svikabrigslin sem átyllu til að hafna kjörmönnum ríkjanna og velja í stað þeirra kjörmenn fyrir Trump. Liður í áætluninni var að fá Mike Pence, varaforseta, til þess að neita að staðfesta niðurstöðu kjörmannaráðsins sem velur forsetann eða jafnvel telja frekar fölsku kjörmenn Trump þannig að hann yrði áfram forseti. Pence neitaði að taka þátt en stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að hann staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar í fyrra. Donald Trump s requests to push allegations of election fraud were declined by the Justice Department because they were not appropriate based on the facts and the law, former Acting Attorney General Jeffrey Rosen said at the Jan. 6 Capitol attack hearing https://t.co/FvkiLQwDJx pic.twitter.com/9iYJP0cbAA— Reuters (@Reuters) June 23, 2022 „Látið mig og repúblikana um afganginn“ Til að renna stoðum undir samsæriskenningar um kosningasvik vildi Trump ólmur að dómsmálaráðuneytið talaði sínu máli. Jeffrey Rosen, þáverandi starfandi dómsmálaráðherra, sagði þingnefndinni að Trump hefði haft samband við sig nær daglega í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Dómsmálaráðuneytið á að vera óháð forsetanum. Rosen varð starfandi ráðherra eftir að William Barr hætti. Barr hafði sagt engar sannanir fyrir kosningasvikum. Trump vildi að ráðuneytið drægi kosningaúrslitin í efa opinberlega. „Segið bara að kosningarnar hafi verið spilltar og látið mig og repúblikana um afganginn,“ hafði Richard Donoghue, þáverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, eftir Trump. Rosen og Donoghue sögðu Trump að rannsókn ráðuneytisins hefði ekki leitt í ljós nein meiriháttar svik í kosningunum. Sumar ásakanir forsetans um svik væru „augljóslega út í hött“ og jafnvel „hrein sturlun“. „Ef ráðuneytið hefði gripið inn í stjórnmálaferlið með þessum hætti tel ég að það hefði haft alvarlega afleiðingar fyrir landið. Við höfðum mjög auðveldlega getað endað í stjórnarskrárkreppu,“ sagði Donoghue við nefndina. Jeffrey Clark sem Trump vildi skipa sem dómsmálaráðherra. Hann skrifaði minnisblað um hvernig ríkisþingmenn repúblikana gætu, samkvæmt honum, hafnað kosningaúrslitunum.AP/Susan Walsh Hefði stýrt „kirkjugarði“ Andspyrna yfirmanna dómsmálaráðuneytisins fór svo í taugarnar á Trump að hann ætlaði sér að reka Rosen og skipa í staðinn Jeffrey Clark, tiltölulega lágt settan lögfræðing á umhverfissviði ráðuneytisins, sem ráðherra í hans stað. Clark þessi hafði af eigin hvötum skrifað minnisblað, á bréfsefni ráðuneytisins, um hvernig ríkisþingmenn í ríkjum sem Trump tapaði gætu ógilt úrslit kosninganna þar. Þegar Trump kallaði yfirmenn ráðuneytisins óvænt á fund í Hvíta húsinu þar sem hann viðraði hugmyndina um að skipa Clark ráðherra, þremur dögum fyrir árásina á þinghúsið, sögðust þeir allir myndu segja af sér. Donoghue varaði Trump við því að það leiddi til hundraða afsagna starfsmanna ráðuneytisins. Undir það tók Steven A. Engel, þáverandi yfirmaður skrifstofu yfirlögfræðings ráðuneytisins. Yrði Clark skipaður ráðherra myndi hann „stýra kirkjugarði“. Trump gaf hugmyndin loks upp á bátinn. Clark sjálfur neitaði að bera vitni fyrir þingnefndinni og nýtti sér rétt sinn til að bendla sjálfan sig ekki við glæp. Alríkislögregumenn gerðu húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn á tilraununum til að snúa kosningaúrslitunum við. Þingmenn sóttust eftir forvirkum náðunum Nefndin upplýsti einnig í gær að sex þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu falast eftir því að Trump náðaði þá fyrir fram til að koma í veg fyrir að þeir yrðu sóttir til saka fyrir að styðja tilraunir forsetans til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Þingmennirnir sem um ræðir voru Mo Brooks frá Alabama, Matt Gaetz frá Flórída, Andy Briggs frá Arizona, Louie Gohmert frá Texas, Marjorie Taylor Green frá Georgíu og Scott Perry frá Pennyslvaníu. Enginn þeirra hlaut þó náðun frá Trump áður en hann yfirgaf embætti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20