Banchero valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar og Mobley bræður sameinaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 16:30 Paolo Banchero mun spila fyrir Orlando Magic. ESPN Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram með pompi og prakt í nótt. Paolo Banchero var valinn fyrstur og mun hann spila fyrir Orlando Magic á komandi tímabili. Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira