Innlent

Rekstur Reykja­víkur­borgar nei­kvæður um 4,8 milljarða króna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráði í dag
Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráði í dag Vísir/Vilhelm

Rekstarniðustaða fyrir fyrsta ársfjórðung A-hluta Reykjavíkurborgar fór 1,9 milljarða fram úr áætlun og er samtals neikvæð um 4,8 milljarða króna.

Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri borgarinnar sem lagt var fram í borgarráði í dag. Þar segir að heimsfaraldur, snjóþyngsli og hækkandi verðbólga setji strik í reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins. 

Í tilkynningu frá borginni segir að lakari rekstrarniðurstaða skýrist af auknum launa- og rekstrarútgjöldum sem megi rekja til afleiðinga af heimsfaraldri kórónaveiru í upphafi ársins. Faraldurinn hafi krafist meiri mönnunar og yfirvinnu í velferðarþjónustu og skólastarfi en gert var ráð fyrir. Frávik í launum vegna þessa sé metið á um 317 milljónir króna.

Framúrkeyrsla vegna vetrarhörku

Þá segir að fjárheimildir vegna snjóþynglsa sé 451 milljónir króna yfir fjárheimildum. Gjöld vegna vistunar barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir hafi einnig verið 326 milljónum króna yfir fjárheimildum. Verðbólga hafi verið töluvert hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og jafnframt sett strik í reikninginn.

Samandregið var rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 989 milljóna króna neikvæðari en áætlun gerði ráð fyrir. Niðurstðan fyrir fjármagnsliði sé því neikvæð um 2,7 milljarða krónaþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×