Bíður þess að hjartað hætti að slá eða að hún fái sýkingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2022 07:49 Prudente og Weeldreyer á sjúkrahúsinu. Óttast er um líf bandarískrar konu sem er að missa fóstur á spítala á Möltu en fær ekki að gangast undir þungunarrof þar sem slíkar aðgerðir eru bannaðar með öllu í landinu. „Ég vil bara komast héðan lifandi,“ sagði konan við Guardian í gær. Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum. Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum.
Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira