Hvalbátarnir rákust saman þegar dráttarbátur reyndist of kraftlítill Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2022 17:56 Hvalur 9 rekst á Hval 8. Þar um borð tókst mönnum á síðustu stundu að koma dekki upp á rekkverkið til að hindra skemmdir. Egill Aðalsteinsson Neyðarleg uppákoma varð í Reykjavíkurhöfn í dag þegar hvalbátar Hvals hf. voru að leggja frá bryggju til hvalveiða. Dráttarbátur Faxaflóahafna réð ekki við það verkefni að draga fyrri hvalbátinn, Hval 9, frá hinum bátnum, Hval 8, og missti hann frá sér. Það varð til þess að Hvalur 9 rakst bæði utan í Hval 8 sem og skuttogarann Sigurborgu SH. Dráttarbáturinn Leynir búinn að missa Hval 9 utan í Hval 8.Egill Aðalsteinsson Það var í hádeginu sem fjöldi fólks mætti á Ægisgarð til að fylgjast með upphafi hvalvertíðar eftir nærri fjögurra ára hlé á hvalveiðum. Byrjað var á því að losa landfestar Hvals 9 sem lá utan á Hval 8. Upphafið reyndist þó vandræðalegt því dráttarbáturinn Leynir, sem Faxaflóahafnir sendu í það verkefni að draga bátana frá bryggju, reyndist of kraftlítill. Í vestangjólu, sem kom þvert á Hval 9, skorti dráttarbátinn afl til að draga hvalbátinn frá. Hvalur 9 rakst einnig með skutinn utan í togarann Sigurborgu SH.Egill Aðalsteinsson Þetta varð til þess að hann missti hvalbátinn frá sér og rak hann hratt í átt að Hval 8. Þar um borð voru menn snöggir til, sáu í hvað stefndi, og náðu að koma dekki á rekkverkið til að hindra skemmdir. Hvalur 9 rakst einnig utan í skuttogarann Sigurborgu SH frá Grundarfirði, sem lá við Ægisgarð fyrir aftan hvalbátana. Dráttarbáturinn Haki búinn að bjarga málum.Egill Aðalsteinsson Engar sjáanlegir skemmdir urðu á skipunum. Öflugri dráttarbátur var svo fenginn á vettvang, Haki, og náði hann að koma hvalbátunum frá bryggju svo þeir gætu siglt til hvalveiða. Myndskeið af árekstrinum, sem og frá brottför skipanna, var sýnt í fréttum Stöðvar 2, og rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Egill Aðalsteinsson kvikmyndar brottför hvalbátanna í dag. Myndirnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.KMU Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Dráttarbáturinn Leynir búinn að missa Hval 9 utan í Hval 8.Egill Aðalsteinsson Það var í hádeginu sem fjöldi fólks mætti á Ægisgarð til að fylgjast með upphafi hvalvertíðar eftir nærri fjögurra ára hlé á hvalveiðum. Byrjað var á því að losa landfestar Hvals 9 sem lá utan á Hval 8. Upphafið reyndist þó vandræðalegt því dráttarbáturinn Leynir, sem Faxaflóahafnir sendu í það verkefni að draga bátana frá bryggju, reyndist of kraftlítill. Í vestangjólu, sem kom þvert á Hval 9, skorti dráttarbátinn afl til að draga hvalbátinn frá. Hvalur 9 rakst einnig með skutinn utan í togarann Sigurborgu SH.Egill Aðalsteinsson Þetta varð til þess að hann missti hvalbátinn frá sér og rak hann hratt í átt að Hval 8. Þar um borð voru menn snöggir til, sáu í hvað stefndi, og náðu að koma dekki á rekkverkið til að hindra skemmdir. Hvalur 9 rakst einnig utan í skuttogarann Sigurborgu SH frá Grundarfirði, sem lá við Ægisgarð fyrir aftan hvalbátana. Dráttarbáturinn Haki búinn að bjarga málum.Egill Aðalsteinsson Engar sjáanlegir skemmdir urðu á skipunum. Öflugri dráttarbátur var svo fenginn á vettvang, Haki, og náði hann að koma hvalbátunum frá bryggju svo þeir gætu siglt til hvalveiða. Myndskeið af árekstrinum, sem og frá brottför skipanna, var sýnt í fréttum Stöðvar 2, og rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Egill Aðalsteinsson kvikmyndar brottför hvalbátanna í dag. Myndirnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.KMU
Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30