Tvöfaldir Evrópumeistarar settir í bann Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 16:31 Aðeins þrjú ár eru síðan Vardar varð Evrópumeistari í annað sinn en nú má liðið ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að norður-makedónska meistaraliðið Vardar mætti ekki taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Vardar hefur síðastliðinn áratug verið á meðal helstu stórvelda í evrópskum handbolta og á árunum 2017-2019 komst liðið þrjú ár í röð í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, og varð tvívegis Evrópumeistari. Ástæðan fyrir banninu er fjárhagsvandræði Vardar. Í tilkynningu frá EHF segir að ákvörðun um bannið hafi verið tekin eftir nærri tveggja ára tilraunir EHF til að sjá til þess að Vardar gerði upp skuldir sínar. Félagið hafi hunsað að greiða samningsbundnum leikmönnum laun. It will be the first Champions League season without Vardar since 2012/13 and the first Champions League season without a club (if Pelister wont get a wildcard) since 2000/01 .— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 22, 2022 Í tilkynningu frá EHF segir jafnframt að allt hafi verið reynt til að Vardar gæti áfram keppt í sterkustu keppni Evrópu, með miklum bréfaskriftum, einkasamtölum og tímaáætlunum, en að forráðamenn Vardar hafi sífellt dregið lappirnar eða jafnvel ekki svarað. Þá hafi greiðslur aðeins verið greiddar að hluta. Það var því einróma ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF síðastliðinn föstudag að Vardar gæti ekki fengið keppnisleyfi fyrir næsta tímabil og fær félagið endurgreidd þau gjöld sem það hafði þó lagt fram í von um keppnisleyfi. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Norður-Makedónía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Vardar hefur síðastliðinn áratug verið á meðal helstu stórvelda í evrópskum handbolta og á árunum 2017-2019 komst liðið þrjú ár í röð í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, og varð tvívegis Evrópumeistari. Ástæðan fyrir banninu er fjárhagsvandræði Vardar. Í tilkynningu frá EHF segir að ákvörðun um bannið hafi verið tekin eftir nærri tveggja ára tilraunir EHF til að sjá til þess að Vardar gerði upp skuldir sínar. Félagið hafi hunsað að greiða samningsbundnum leikmönnum laun. It will be the first Champions League season without Vardar since 2012/13 and the first Champions League season without a club (if Pelister wont get a wildcard) since 2000/01 .— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 22, 2022 Í tilkynningu frá EHF segir jafnframt að allt hafi verið reynt til að Vardar gæti áfram keppt í sterkustu keppni Evrópu, með miklum bréfaskriftum, einkasamtölum og tímaáætlunum, en að forráðamenn Vardar hafi sífellt dregið lappirnar eða jafnvel ekki svarað. Þá hafi greiðslur aðeins verið greiddar að hluta. Það var því einróma ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF síðastliðinn föstudag að Vardar gæti ekki fengið keppnisleyfi fyrir næsta tímabil og fær félagið endurgreidd þau gjöld sem það hafði þó lagt fram í von um keppnisleyfi.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Norður-Makedónía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti