„Búið að búa okkur systkinin undir það ef allt færi á versta veg“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. júní 2022 12:33 Birgitta Líf opnar sig um lífið, fjölskylduna, Word Class veldið og hvernig hún hefur lært að láta neikvæðar raddir ekki hafa áhrif á sig. Instagram „Fólk sér hvernig þetta er í dag og heldur kannski að þetta hafi alltaf verið svona,“ segir athafnakonan Birgitta Líf í hlaðvarpsþættinum Jákastið. Sjálf segist Birgitta að eðlisfari vera mjög jákvæð en einnig hafi hún lagt sig fram við að tileinkna sér jákvætt hugarfar og viðhorf. Þar sé níræður afi hennar henni mikil hvatning og fyrirmynd í lífinu en hún lýsir sambandi þeirra á skemmtilegan og einlægan hátt í byrjun viðtalsins. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Hann spjallar við alla og er svo jákvæður. Ég hef fengið allskonar sögur hvað fólk er þakklátt fyrir að afi hafi komið til þeirra og bjargað þeim á erfiðum tímum. Feimnin og viðtölin Birgitta segist aldrei hafa séð það fyrir sér að verða opinber persóna sem væri undir smásjá almennings. Manneskja sem væri milli tannana á fólki og færi í viðtöl um líf sitt, enda hafi hún alltaf verið frekar feimin. „Var mjög feimin þegar ég var yngri en ég hef með tímanum reynt að sigrast á því,“ segir Birgitta sem þakkar afa sínum fyrir hvatningu og að hafa trú á sér. Þegar rætt er meira um þessa smásjá almennings, sem getur oft á tíðum verið heldur til óvægin, segist Birgitta hafa fengið góð ráð hjá föður sínum sem hún reyni að minna sig á reglulega. Ekki lesa kommentin, ekki pæla í þessu. Þú veist fyrir hvað þú stendur! Kassann út! Leiðinlegar og særandi athugasemdir geti þó alltaf læðst undir skelina og þá sé hún meðvituð um það að hún sjálf og þeir sem standi henni næst viti hvað hún stendur fyrir og hvaða gildum hún standi fyrir. Vill vera góð fyrirmynd Birgitta segir það gleðja mikið þegar hún fái skilaboð frá mæðrum ungra stelpna sem þakki henni fyrir að vera góð fyrirmynd fyrir dætur sínar. Það skipti hana miklu máli og hún leggi sig fram við það að veita öðrum innblástur og hafa góð áhrif. Birgitta segist leggja sig mikið fram við að vera góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Vísir/Sigurjón Ræktin og heilbrigða djammið Ásamt því að starfa sem markaðsstjóri World Class og vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins er Birgitta einnig eigandi Bankastrætis Club. Birgitta segist aldrei hafa reykt en drekki áfengi í hófi og finnist gaman að lyfta sér upp með vinum. Ég hef aldrei gert neitt sem er sterkara en áfengi en ég hef heyrt allskonar um mig. En ég veit fyrir hvað ég stend og allir í kringum mig segja: Birgitta? Hún er síðasta manneskjan til að gera eitthvað! Hún segir það kómískt þegar einhverjir furði sig á því hvernig sé hægt að vera bæði í forsvari fyrir líkamsræktarstöð, sem ímynd heilsusamlegs lífsstíls og á sama tíma að reka skemmtistað. Hún segir það þó vera fráleitt að setja samasem-merki á milli óheilbrigðs lífsstíls og þess að reka og eiga skemmtistað. „Mig langar að vera fyrirmynd og sína að maður getur gert bæði. Á heilbrigðan hátt.“ Foreldrar Birgittu, Bjössi og Dísa, áttu á tímabili tvo skemmtistaði, Ingólfskaffi og Þjóðleikhúskjallarann sem þau ráku samhliða World Class. Birgitta lýsir foreldrum sínum sem miklum dugnaðarforkum sem lögðu allt undir til að byggja upp og stækka rekstur World Class. Vísir/Vilhelm Birgitta segir í raun það oft á tíðum sama fólkið sem stundi ræktina og klúbbana, fólk sem vilji fara út og vera á meðal fólks og rækta sig eða skemmta sér. Hún segir mikilvægt að fólk líti ekki alltaf á djammið sem eitthvað sem er óheilbrigt og það þurfi alltaf að tilheyra ofurölvun og vökur fram undir morgun. Í hennar tilviki sé það fjarri lagi og hún njóti þess frekar að fara snemma út, hitta fólk og koma frekar fyrr heim og fara svo í ræktina daginn eftir. Mér persónulega finnst þetta tvennt fara vel saman og finnst svolítið fordómar þegar fólk er að segja annað. Segir foreldra sína alltaf hafa unnið mikið Aðspurð um æskuárin tengd World Class ævintýrinu segist Birgitta hálf partinn alin upp í líkamsræktarstöðinni sem hefur frá upphafi verið sameiginleg ástríða fjölskyldunnar. World Class stöðvarnar eru í dag átján talsins og segir Birgitta velgengni og stærð World Class veldisins í dag oft vera uppsprettu neikvæðra radda. Fólk sér hvernig þetta er í dag og heldur að þetta hafi alltaf verið svona. Birgitta lýsir foreldrum sínum sem miklum dugnaðarforkum sem aldrei hafi gefist upp og þau hafi unnið hörðum höndum að sinni velgengi allt frá byrjun. Hún minnist þess þegar hún var lítil og kom heim úr skólanum að þá hafi aldrei verið neinn heima. Foreldrar hennar hafi yfirleitt verið í vinnu til sex eða sjö öll kvöld. Þegar Birgitta var ellefu ára segir hún foreldra sína hafa undirbúið þau systkinin fyrir því að þau væru að taka mikla áhættu. Vísir/Vilhelm Undirbúin undir það að missa allt Birgitta talar einnig einlægt um upplifun sína þegar stóra stökkið í stækkun fyrirtækisins var tekið þegar Laugar opnuðu, en þá var Birgitta ellefu ára gömul. „Þetta var mjög mikið stökk og mikil áhætta,“ segir Birgitta sem lýsir því hvernig foreldrar hennar ræddu heiðarlega um stöðu mála við þau systkinin. Það var búið að búa okkur systkinin undir það ef allt færi á versta veg, segir Birgitta sem minnist þess að þarna hafi foreldrar hennar unnið dag og nótt til að láta hlutina ganga upp. Þetta hafi verið rétt fyrir jólin og ákveðið hafi verið að gefa engar jólagjafir þetta árið. Það var búið að skuldsetja allt. Það var búið að veðsetja húsið og húsin hjá ömmu og afa báðum megin og selja alla bílana. Mamma og pabbi voru bara á hjólum! Hún segir þó allt hafa gengið vonum framar og allt hafi sem betur fer verið upp á við í rekstrinum frá þessu. Birgitta segist sjálf full meðvituðum um þau forréttindi sem hún búi yfir í lífinu og sé þakklát fyrir það líf sem hún lifi í dag. Afbrýðisemisraddir verði þó eðlilega alltaf til staðar og ekkert við því að gera nema að vera meðvitaður um sín gildi, njóta lífsins og reyna að láta gott af sér leiða. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Ástin og hamingjan Nýlega fann Birgitta ástina í örmum Enok Jónssonar og sé hún í dag mjög ástfangin, hamingjusöm og glöð. Enok er níu árum yngri en Birgitta og segir hún í fyrstu hafa velt því aðeins fyrir sér en þegar leið á alveg hætt að pæla í aldursmuninum, enda ekkert tilefni til. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Hún sagði það hafa komið sér mjög mikið á óvart hvernig fjölmiðlar hafi slegið aldursmuninum upp sem fyrirsögn þegar þau opinberuðu sambandið og hversu miklar skoðanir fólk hafi haft á því. Er fólk bara í alvöru að pæla í þessu? Í viðtalinu sem má hlusta í heild sinni hér fyrir neðan ræðir Birgitta einnig um BA námið í lögfræði, dansinn sem hefur verið hluti af lífi hennar alla tíð, alla drauma og framtíðina. Jákastið Ástin og lífið Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. 16. júní 2022 06:00 „Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31 „Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Sjálf segist Birgitta að eðlisfari vera mjög jákvæð en einnig hafi hún lagt sig fram við að tileinkna sér jákvætt hugarfar og viðhorf. Þar sé níræður afi hennar henni mikil hvatning og fyrirmynd í lífinu en hún lýsir sambandi þeirra á skemmtilegan og einlægan hátt í byrjun viðtalsins. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Hann spjallar við alla og er svo jákvæður. Ég hef fengið allskonar sögur hvað fólk er þakklátt fyrir að afi hafi komið til þeirra og bjargað þeim á erfiðum tímum. Feimnin og viðtölin Birgitta segist aldrei hafa séð það fyrir sér að verða opinber persóna sem væri undir smásjá almennings. Manneskja sem væri milli tannana á fólki og færi í viðtöl um líf sitt, enda hafi hún alltaf verið frekar feimin. „Var mjög feimin þegar ég var yngri en ég hef með tímanum reynt að sigrast á því,“ segir Birgitta sem þakkar afa sínum fyrir hvatningu og að hafa trú á sér. Þegar rætt er meira um þessa smásjá almennings, sem getur oft á tíðum verið heldur til óvægin, segist Birgitta hafa fengið góð ráð hjá föður sínum sem hún reyni að minna sig á reglulega. Ekki lesa kommentin, ekki pæla í þessu. Þú veist fyrir hvað þú stendur! Kassann út! Leiðinlegar og særandi athugasemdir geti þó alltaf læðst undir skelina og þá sé hún meðvituð um það að hún sjálf og þeir sem standi henni næst viti hvað hún stendur fyrir og hvaða gildum hún standi fyrir. Vill vera góð fyrirmynd Birgitta segir það gleðja mikið þegar hún fái skilaboð frá mæðrum ungra stelpna sem þakki henni fyrir að vera góð fyrirmynd fyrir dætur sínar. Það skipti hana miklu máli og hún leggi sig fram við það að veita öðrum innblástur og hafa góð áhrif. Birgitta segist leggja sig mikið fram við að vera góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Vísir/Sigurjón Ræktin og heilbrigða djammið Ásamt því að starfa sem markaðsstjóri World Class og vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins er Birgitta einnig eigandi Bankastrætis Club. Birgitta segist aldrei hafa reykt en drekki áfengi í hófi og finnist gaman að lyfta sér upp með vinum. Ég hef aldrei gert neitt sem er sterkara en áfengi en ég hef heyrt allskonar um mig. En ég veit fyrir hvað ég stend og allir í kringum mig segja: Birgitta? Hún er síðasta manneskjan til að gera eitthvað! Hún segir það kómískt þegar einhverjir furði sig á því hvernig sé hægt að vera bæði í forsvari fyrir líkamsræktarstöð, sem ímynd heilsusamlegs lífsstíls og á sama tíma að reka skemmtistað. Hún segir það þó vera fráleitt að setja samasem-merki á milli óheilbrigðs lífsstíls og þess að reka og eiga skemmtistað. „Mig langar að vera fyrirmynd og sína að maður getur gert bæði. Á heilbrigðan hátt.“ Foreldrar Birgittu, Bjössi og Dísa, áttu á tímabili tvo skemmtistaði, Ingólfskaffi og Þjóðleikhúskjallarann sem þau ráku samhliða World Class. Birgitta lýsir foreldrum sínum sem miklum dugnaðarforkum sem lögðu allt undir til að byggja upp og stækka rekstur World Class. Vísir/Vilhelm Birgitta segir í raun það oft á tíðum sama fólkið sem stundi ræktina og klúbbana, fólk sem vilji fara út og vera á meðal fólks og rækta sig eða skemmta sér. Hún segir mikilvægt að fólk líti ekki alltaf á djammið sem eitthvað sem er óheilbrigt og það þurfi alltaf að tilheyra ofurölvun og vökur fram undir morgun. Í hennar tilviki sé það fjarri lagi og hún njóti þess frekar að fara snemma út, hitta fólk og koma frekar fyrr heim og fara svo í ræktina daginn eftir. Mér persónulega finnst þetta tvennt fara vel saman og finnst svolítið fordómar þegar fólk er að segja annað. Segir foreldra sína alltaf hafa unnið mikið Aðspurð um æskuárin tengd World Class ævintýrinu segist Birgitta hálf partinn alin upp í líkamsræktarstöðinni sem hefur frá upphafi verið sameiginleg ástríða fjölskyldunnar. World Class stöðvarnar eru í dag átján talsins og segir Birgitta velgengni og stærð World Class veldisins í dag oft vera uppsprettu neikvæðra radda. Fólk sér hvernig þetta er í dag og heldur að þetta hafi alltaf verið svona. Birgitta lýsir foreldrum sínum sem miklum dugnaðarforkum sem aldrei hafi gefist upp og þau hafi unnið hörðum höndum að sinni velgengi allt frá byrjun. Hún minnist þess þegar hún var lítil og kom heim úr skólanum að þá hafi aldrei verið neinn heima. Foreldrar hennar hafi yfirleitt verið í vinnu til sex eða sjö öll kvöld. Þegar Birgitta var ellefu ára segir hún foreldra sína hafa undirbúið þau systkinin fyrir því að þau væru að taka mikla áhættu. Vísir/Vilhelm Undirbúin undir það að missa allt Birgitta talar einnig einlægt um upplifun sína þegar stóra stökkið í stækkun fyrirtækisins var tekið þegar Laugar opnuðu, en þá var Birgitta ellefu ára gömul. „Þetta var mjög mikið stökk og mikil áhætta,“ segir Birgitta sem lýsir því hvernig foreldrar hennar ræddu heiðarlega um stöðu mála við þau systkinin. Það var búið að búa okkur systkinin undir það ef allt færi á versta veg, segir Birgitta sem minnist þess að þarna hafi foreldrar hennar unnið dag og nótt til að láta hlutina ganga upp. Þetta hafi verið rétt fyrir jólin og ákveðið hafi verið að gefa engar jólagjafir þetta árið. Það var búið að skuldsetja allt. Það var búið að veðsetja húsið og húsin hjá ömmu og afa báðum megin og selja alla bílana. Mamma og pabbi voru bara á hjólum! Hún segir þó allt hafa gengið vonum framar og allt hafi sem betur fer verið upp á við í rekstrinum frá þessu. Birgitta segist sjálf full meðvituðum um þau forréttindi sem hún búi yfir í lífinu og sé þakklát fyrir það líf sem hún lifi í dag. Afbrýðisemisraddir verði þó eðlilega alltaf til staðar og ekkert við því að gera nema að vera meðvitaður um sín gildi, njóta lífsins og reyna að láta gott af sér leiða. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Ástin og hamingjan Nýlega fann Birgitta ástina í örmum Enok Jónssonar og sé hún í dag mjög ástfangin, hamingjusöm og glöð. Enok er níu árum yngri en Birgitta og segir hún í fyrstu hafa velt því aðeins fyrir sér en þegar leið á alveg hætt að pæla í aldursmuninum, enda ekkert tilefni til. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Hún sagði það hafa komið sér mjög mikið á óvart hvernig fjölmiðlar hafi slegið aldursmuninum upp sem fyrirsögn þegar þau opinberuðu sambandið og hversu miklar skoðanir fólk hafi haft á því. Er fólk bara í alvöru að pæla í þessu? Í viðtalinu sem má hlusta í heild sinni hér fyrir neðan ræðir Birgitta einnig um BA námið í lögfræði, dansinn sem hefur verið hluti af lífi hennar alla tíð, alla drauma og framtíðina.
Jákastið Ástin og lífið Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. 16. júní 2022 06:00 „Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31 „Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. 16. júní 2022 06:00
„Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31
„Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31