Rekja byssukúluna sem banaði fréttakonu til Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 10:17 Frá minningarstund um Shireen Abu Akleh í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hún var skotin til bana þar sem hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers á Vesturbakkanum í maí. Vísir/EPA Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana. Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega. Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega.
Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25