Innlent

Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjaðrárgljúfur er vinsæll ferðamannastaður.
Fjaðrárgljúfur er vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm

Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út.

Fréttablaðið greinir frá þessu en áður hafði verið sagt frá því að kaupandi væri loks fundinn að jörðinni, en gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það. 

Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum blaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna. 

Landverðir á vegum Umhverfisstofnunar hafa sinnt gljúfrinu síðustu árin og hefur aðgangur verið ókeypis, en nú þegar það virðist komið í einkaeigu er óljóst hvort nýji eigandinn hyggi þar á gjaldtöku, segir að lokum í blaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×