Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. júní 2022 20:39 Andri Rúnar skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. Visir/ Diego Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV. „Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum. ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum.
ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira
Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45