Innlent

Lofts­lags­ráð gagn­rýnir að­gerða­á­ætlun ís­lenskra stjórn­valda

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Losun hefur aldrei verið meiri á heimsvísu.
Losun hefur aldrei verið meiri á heimsvísu. Getty/rmitsch

Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum.

Í skýrslu IPCC segir til dæmis að losun hafi aukist og aldrei verið meiri á heimsvísu, einnig dugi fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda á heimsvísu ásamt landsframlögum til loftslagsmála ekki til þess að halda hitastigshækkun innan 2°C. Árangur aðgerða þurfi að margfaldast til þess að mögulegt sé að ná markmiðum.

Í ljósi þess gagnrýnir Loftslagsráð aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda og segir framkvæmd hennar ómarkvissa, auka þurfi samdrátt hratt með samstilltu og vel skipulögðu átaki allra. Ráðið segir jafnframt loftslagsvæna framtíðarsýn kalla á nýjar áherslur í fjárfestingum og nýsköpun en þær leggi grunn að verðmætasköpun í kolefnishlutlausu hagkerfi. Þörf sé á umbyltingu orkukerfa, samgöngukerfa og fjármálakerfa til þess að koma í veg fyrir frekari röskun á stöðugleika í veðurfari.

Ályktun Loftslagsráðs má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×