Glæný nálgun í öldrunarþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 20:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga, Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Bryndís Guðbrandsdóttir og Hrönn Ljótsdóttir hjá Sóltúni. Vísir/Berghildur Ný öldrunarþjónusta sem á að gera fólki kleift að búa lengur heima og minnka svokallaðan fráflæðisvanda Landspítala var kynnt á Sólvangi í dag. Heilbrigðisráðherra segir um tímamót að ræða sem muni draga úr innlögnum á spítala. Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira