Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 10:27 Heilbrigðisstarfsmenn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, sótthreinsa gólf í verksmiðju. AP/Cha Song Ho Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Sjúkdómurinn hefur verið í mikilli dreifingu í Suður-Hwanghae héraði sem staðsett er um 75 kílómetra frá höfuðborginni Pyongyang. Í héraðinu er einna helst stundaður landbúnaður og hafa yfirvöld reynt að koma í veg fyrir að hann dragist saman á meðan leitað er leiða til að útrýma sjúkdómnum. Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þarmasjúkdómurinn dularfulli sé kólera eða taugaveiki. Íbúar Norður-Kóreu eru ekki einungis að glíma við þennan þarmasjúkdóm heldur fjölgar þeim sem greinast með, það sem stjórnvöld þar í landi kalla, „hita“ hvern einasta dag. Hitinn sem um ræðir er að öllum líkindum Covid-19 sem hefur nýlega náð inn í þetta annars lokaða land. Mynd frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu af einræðisherranum sjálfum að undirbúa lyfjasendingu.KCNA/AP Íbúar Suður-Hwanghae héraðs munu vera skimaðir fyrir sjúkdómnum og þeir sem greinast með hann fara í einangrun samstundis. Yfirvöld telja að einangrun sé lykillinn að því að útrýma sjúkdómnum. Verið er að gera ráðstafanir til að sótthreinsa allt vatn sem notað er í héraðinu. Þá verður lyfi, sem sagt er að hafi verið þróað af einræðisherranum Kim Jong Un og systur hans, dreift til íbúa héraðsins. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur verið í mikilli dreifingu í Suður-Hwanghae héraði sem staðsett er um 75 kílómetra frá höfuðborginni Pyongyang. Í héraðinu er einna helst stundaður landbúnaður og hafa yfirvöld reynt að koma í veg fyrir að hann dragist saman á meðan leitað er leiða til að útrýma sjúkdómnum. Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þarmasjúkdómurinn dularfulli sé kólera eða taugaveiki. Íbúar Norður-Kóreu eru ekki einungis að glíma við þennan þarmasjúkdóm heldur fjölgar þeim sem greinast með, það sem stjórnvöld þar í landi kalla, „hita“ hvern einasta dag. Hitinn sem um ræðir er að öllum líkindum Covid-19 sem hefur nýlega náð inn í þetta annars lokaða land. Mynd frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu af einræðisherranum sjálfum að undirbúa lyfjasendingu.KCNA/AP Íbúar Suður-Hwanghae héraðs munu vera skimaðir fyrir sjúkdómnum og þeir sem greinast með hann fara í einangrun samstundis. Yfirvöld telja að einangrun sé lykillinn að því að útrýma sjúkdómnum. Verið er að gera ráðstafanir til að sótthreinsa allt vatn sem notað er í héraðinu. Þá verður lyfi, sem sagt er að hafi verið þróað af einræðisherranum Kim Jong Un og systur hans, dreift til íbúa héraðsins.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 5. júní 2022 22:00