Borgar Búi kom ekki til greina Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 14:47 Fjölskyldan er í skýjunum með áfangann. Aðsend Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær. Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær. Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Drengurinn sem fæddist í apríl hlaut nafnið Emil Magnús Einarsson. Að sögn Einars sýndi sá litli sínar bestu hliðar í tæplega hundrað ára gömlum skírnarkjól sem ættboginn hefur notað frá því að amma Einars var skírð í honum árið 1926. Séra Sigurður Árni skírði nýjustu viðbótina í fjölskylduna á heimili þeirra í viðurvist fjölskyldu og vina. Emil er fyrsta barn Millu en Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Nafnið bræðingur úr ýmsum áttum „Þetta var bara dásamlegur dagur og gaman að gleðjast með fjölskyldu og vinum eftir svolítið langa törn í flutningum og kosningabaráttu með svona lítinn unga. Þannig að það var bara ótrúlega gaman að fá alla hingað heim,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann bætir við að nafnið Emil Magnús komi úr ýmsum áttum. Það sé til að mynda sótt til Emilíu, ömmu Millu, og einnig sé um að ræða bræðing af eiginnöfnum foreldranna. Að lokum beri bæði faðir og stjúpfaðir Millu nafnið Magnús. Drengurinn okkar @millaosk verður skírður 17 júní. Ég hef stungið upp á því að hann fái nafnið Borgar Búi Einarsson. Milla er efins. Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt.— Einar Þorsteinsson (@Ethorsteinsson) June 14, 2022 Einar gantaðist nýverið með það að hann hafi stungið upp á nafninu Borgar Búi við frekar dræmar viðtökur. Hann segir nafnið ekki hafa komið til greina að þessu sinni. „Borgar Búi var felldur í atkvæðagreiðslu á fjölskyldufundi,“ segir Einar og hlær.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01