Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Hún mun brátt víkja fyrir gamla Herjólfi sem mun taka við siglingaleiðinni. Vísir/Sigurjón Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða. Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða.
Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira