„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 19:20 Áslaug Thelma Einarsdóttir (t.v.) var forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar þar til henni var sagt upp 2018. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Samsett Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58