Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar 16. júní 2022 11:02 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun