Viðskipti innlent

Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðla­bankans

Kjartan Kjartansson skrifar
Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala.
Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala. Vísir/Sigurjón

Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans tilkynnti um lækkun hámarks verðsetningarhlutfallsins fyrstu kaupenda úr 90 í 85 prósent í morgun. Hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt.

Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala, sagði aðgerðina sérstaka í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Henni þætti ekki spennandi að sjá Seðlabankann beita stjórnvaldi sínu til að hafa bein áhrif á fasteignamarkaðinn.

„Ég tel að þetta muni hafa áhrif ef að svo fer að fyrstu kaupendur munu færa sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð, þá mun ég telja að þetta muni hafa þau áhrif að margir hverjir muni ekki komast inn á markaðinn,“ sagði hún.

Hún sagðist ekki hafa trú á að aðgerðin leiddi til verðlækkunar á fasteignamarkaði. Áhrifin yrðu fyrst og fremst á fyrstu kaupendur fasteigna.

„Ég hefði viljað sjá Seðlabanka Íslands treysta ungum kaupendum til að taka upplýstar ákvarðanir í staðinn fyrir að grípa inn í,“ sagði Monika.


Tengdar fréttir

„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“

Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×