Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 16:31 Brittney Griner hefur setið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi síðan í febrúar. AP Photo/Eric Gay Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi. Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi.
Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira