Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 23:52 Mute Bourup, forsætisráðherra Grænlands (t.v. sitjandi), Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur (f.m.) og Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada (t.h.), handsöluðu samkomulagið um Hanseyju í Ottawa í dag. AP/Justin Tang/ The Canadian Press Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri. Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri.
Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira