Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 14. júní 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Stöð 2 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08