Keflvíkingar höfðu ekki unnið leik síðan liðið vann óvæntan 1-0 sigur gegn Breiðablik í 2. umferð deildarinnar þann 4. maí síðastliðinn. Liðið vann þá fyrstu tvo leiki tímabilsins, en hafði fyrir leik kvöldsins tapað fimm og gert eitt jafntefli síðan sigurinn gegn Blikum.
Það var Elín Helena Karlsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún kom Keflvíkingum yfir snemma í síðari hálfleik.
Niðurstaðan varð því 1-0 sigur heimakvenna og liðið er nú með tíu stig í sjöunda sæti eftir níu leiki. Stjarnan situr hins vegar í þriðja sæti með 16 stig.