Blue, sem er tíu ára gömul, hefur greinilega erft meira en útlit móður sinnar en klæðaburður hennar og stíll minnti einnig mikið á Beyoncé.
Svartur leðurjakki, stórir hoop-eyrnalokkar og svartur bolur með áletruninni, Brown Skin Girl sem er titill lags Beyoncé en Blue söng með móður sinni í laginu.
Feðginin virðast hafa notið sín vel saman á leiknum og fékk Blue að sjálfsögðu að heilsa upp á nokkra liðsmenn eftir úrslitin með föður sínum.

Það er óneitanlega mikill svipur með þeim mæðgum og verður spennandi að sjá hvort að Blue Ivy feti í fótspor foreldra sinna í tónlistarheiminum í framtíðinni.
