Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 06:36 Grímur er hann þjálfaði lið Selfoss. Vísir/Vilhelm Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari. Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari.
Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira