Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 06:16 Neyðarstiginu var aflétt stuttu eftir lendingu. Vísir/Vilhelm Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira