Sport

Dagskrá í dag: Heil umferð í Bestu deildinni

Atli Arason skrifar
Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, og Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks í baráttu um boltann í leik liðanna á dögunum. Ásdís og stöllur í Val fara í heimsókn til Selfoss á meðan Natasha mætir með Blikum á Þróttaravöll.
Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, og Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks í baráttu um boltann í leik liðanna á dögunum. Ásdís og stöllur í Val fara í heimsókn til Selfoss á meðan Natasha mætir með Blikum á Þróttaravöll. Diego

Í dag fer fram 9. umferð í Bestu deild kvenna þar sem öll lið eiga leiki. Sýnt verður frá öllum leikjunum á sport rásum Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport 4

Afturelding og ÍBV koma 9. umferð af stað í Mosfellsbæ og hefst útsending af leik þeirra klukkan 17.50. Afturelding er í 9. sæti deildarinnar með 3 stig en ÍBV er í 6. sæti með 14 stig.

Stöð 2 Sport BD

Klukkan 17:55 fer af stað viðureign Þór/KA og KR í beinni útsendingu á vefsvæði Stöðvar 2.  KR er í 10. og neðsta sæti með 3 stig en Þór/KA er í 7. sæti með 9 stig.

Keflavík og Stjarnan mætast suður með sjó og hefst vefútsending klukkan 19.10. Keflvíkingar eru í 8. sæti með sjö stig á meðan gestirnir úr Garðabæ eru í 2. sæti deildarinnar með 16 stig.

Liðin sem léku saman í bikarúrslitum á síðasta tímabili, Þróttur og Breiðablik, leiða saman hesta sína klukkan 20.10 á Þróttaravelli. Allt í beinni vefútsendingu

Stöð 2 Sport

Viðureign Selfoss og Vals, hefst klukkan 19:05. Fimm stig skilja liðin af, Valur er á toppnum með 19 stig en Selfoss er í 5. sæti með 14 stig.

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum munu svo gera upp alla umferðina klukkan 22.00.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×