Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 13:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkuð brattur um borð í Óðni. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. Í færslu á Facebook, þar sem Guðni óskar sjómönnum til hamingju með daginn í dag, sjómannadag, segir hann frá því að í gær hafi honum hlotnast sá heiður að sigla með Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur. Lagt var af stað eldsnemma og fylgdist forsetinn með, ásamt öðrum skipverjum, æfingu Landhelgisgæslunnar. Allt var eins og á best verður á kosið, þangað til komið var neðan þilja og leið á siglinguna. „Sjóveiki gerði vart við sig og þegar ég ætlaði að njóta indælis kjötsúpu sem borin var á borð fór á annan veg en ætlað var. Yfir vaski þurfti munnfylli af góðgætinu að fara sömu leið út og hún fór inn. Eftir góða sopa af gosi og ferskt loft tók maður gleði sína á ný,“ skrifar Guðni. Þá segir hann frá því að hann hafi nýtt tímann vel á leiðinni. „Í forsetasvítunni náði ég svo að skrifa lokaorð eftirmála bókar sem ég er með í smíðum um sögu landhelgismálsins árin 1961–1971. Þar kemur Óðinn við sögu, ekki síst vorið 1963 þegar skipverjar náðu Aberdeentogaranum Milwood á sitt vald, eftir eina æsilegustu eftirför í sögu Landhelgisgæslunnar,“ skrifar Guðni á Facebook, þar sem hann fer nánar yfir sögu Óðins. Forseti Íslands Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01 Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Í færslu á Facebook, þar sem Guðni óskar sjómönnum til hamingju með daginn í dag, sjómannadag, segir hann frá því að í gær hafi honum hlotnast sá heiður að sigla með Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur. Lagt var af stað eldsnemma og fylgdist forsetinn með, ásamt öðrum skipverjum, æfingu Landhelgisgæslunnar. Allt var eins og á best verður á kosið, þangað til komið var neðan þilja og leið á siglinguna. „Sjóveiki gerði vart við sig og þegar ég ætlaði að njóta indælis kjötsúpu sem borin var á borð fór á annan veg en ætlað var. Yfir vaski þurfti munnfylli af góðgætinu að fara sömu leið út og hún fór inn. Eftir góða sopa af gosi og ferskt loft tók maður gleði sína á ný,“ skrifar Guðni. Þá segir hann frá því að hann hafi nýtt tímann vel á leiðinni. „Í forsetasvítunni náði ég svo að skrifa lokaorð eftirmála bókar sem ég er með í smíðum um sögu landhelgismálsins árin 1961–1971. Þar kemur Óðinn við sögu, ekki síst vorið 1963 þegar skipverjar náðu Aberdeentogaranum Milwood á sitt vald, eftir eina æsilegustu eftirför í sögu Landhelgisgæslunnar,“ skrifar Guðni á Facebook, þar sem hann fer nánar yfir sögu Óðins.
Forseti Íslands Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01 Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25
Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00