Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 21:08 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Ívar Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. Fjármálaáætlun til næstu fimm ára var afgreidd út úr fjárlaganefnd Alþingis í gær en stjórnarflokkarnir gerðu ýmsar breytingatillögur til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna en málið verður tekið fyrir á þingi á mánudag. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það öllum ljóst að það sé mikil þensla til staðar og því sé ekki óeðlilegt að brugðist sé við því. Horfa þurfi þó til þess hvaðan þenslan kemur en hana má rekja til húsnæðismála og innfluttrar verðbólgu, ásamt því að nokkrar atvinnugreinar hafa verið að skila inn methagnaði í faraldrinum. „Við hljótum að horfa til þessarar samsetningar þegar við veltum því fyrir okkur hvernig aðgerðirnar eru. Á til að mynda að skera niður í grunnþjónustu um fimm til sex milljarða og í opinberri fjárfestingu um tíu milljarða þrátt fyrir varnaðarorð um það, í staðinn fyrir að horfa þá mögulega á þær atvinnugreinar og þá kima samfélagsins sem hafa einmitt svigrúm eftir Covid,“ segir Kristrún. Hún bendir í því samhengi til að mynda á að hægt hafi verið að líta til þess að skattleggja sjávarútveginn og byggingageiran en í stað þess hafi verið ráðist í flatar krónutöluhækkanir og niðurskurð í grunnþjónustu. „Það hefði verið hægt að finna þetta fjármagn annars staðar. Það er methagnaður í ákveðnum atvinnugreinum, það eru fjármagnstekjur í hæstu hæðum núna í kjölfar heimsfaraldurs, í kjölfar aðgerða stjórnvalda, og það er ekki ráðist til að mynda, þó það sé ekki nema tímabundnar hækkanir á fjármagnstekju- eða eignasköttum, það er frekar farið í grunnþjónustuna og þetta þykir mér sérkennileg forgangsröðun,“ segir Kristrún. Almennum borgurum kastað fyrir bílinn Það endurspeglar þó að hennar mati stóru myndina í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnmálasáttmálinn hafi ekki enn verið fjármagnaður. Þá muni það sjást í fjárlögum í haust hvernig ríkisstjórnin ákvað að beita sértækum aðgerðum á meðan ákveðinn kimi samfélagsins naut góðs af Covid. „Þeim aðilum er hlíft á meðan almennum borgurum og grunnþjónustu er í rauninni svolítið kastað fyrir bílinn í þessum aðgerðum,“ segir hún. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ segir Kristrún enn fremur aðspurð um hvort hún óttist þróunina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Hún gerir þó ráð fyrir að breytingarnar verði samþykktar en segir mikilvægt að almenningur fylgist vel með þróun næstu ára. „Þetta er alvarleg þróun til lengri tíma en ég vona svo sannarlega að henni verði snúið við núna á næstu árum,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. 8. júní 2022 21:01 Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. 8. júní 2022 20:19 Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fjármálaáætlun til næstu fimm ára var afgreidd út úr fjárlaganefnd Alþingis í gær en stjórnarflokkarnir gerðu ýmsar breytingatillögur til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna en málið verður tekið fyrir á þingi á mánudag. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það öllum ljóst að það sé mikil þensla til staðar og því sé ekki óeðlilegt að brugðist sé við því. Horfa þurfi þó til þess hvaðan þenslan kemur en hana má rekja til húsnæðismála og innfluttrar verðbólgu, ásamt því að nokkrar atvinnugreinar hafa verið að skila inn methagnaði í faraldrinum. „Við hljótum að horfa til þessarar samsetningar þegar við veltum því fyrir okkur hvernig aðgerðirnar eru. Á til að mynda að skera niður í grunnþjónustu um fimm til sex milljarða og í opinberri fjárfestingu um tíu milljarða þrátt fyrir varnaðarorð um það, í staðinn fyrir að horfa þá mögulega á þær atvinnugreinar og þá kima samfélagsins sem hafa einmitt svigrúm eftir Covid,“ segir Kristrún. Hún bendir í því samhengi til að mynda á að hægt hafi verið að líta til þess að skattleggja sjávarútveginn og byggingageiran en í stað þess hafi verið ráðist í flatar krónutöluhækkanir og niðurskurð í grunnþjónustu. „Það hefði verið hægt að finna þetta fjármagn annars staðar. Það er methagnaður í ákveðnum atvinnugreinum, það eru fjármagnstekjur í hæstu hæðum núna í kjölfar heimsfaraldurs, í kjölfar aðgerða stjórnvalda, og það er ekki ráðist til að mynda, þó það sé ekki nema tímabundnar hækkanir á fjármagnstekju- eða eignasköttum, það er frekar farið í grunnþjónustuna og þetta þykir mér sérkennileg forgangsröðun,“ segir Kristrún. Almennum borgurum kastað fyrir bílinn Það endurspeglar þó að hennar mati stóru myndina í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnmálasáttmálinn hafi ekki enn verið fjármagnaður. Þá muni það sjást í fjárlögum í haust hvernig ríkisstjórnin ákvað að beita sértækum aðgerðum á meðan ákveðinn kimi samfélagsins naut góðs af Covid. „Þeim aðilum er hlíft á meðan almennum borgurum og grunnþjónustu er í rauninni svolítið kastað fyrir bílinn í þessum aðgerðum,“ segir hún. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ segir Kristrún enn fremur aðspurð um hvort hún óttist þróunina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Hún gerir þó ráð fyrir að breytingarnar verði samþykktar en segir mikilvægt að almenningur fylgist vel með þróun næstu ára. „Þetta er alvarleg þróun til lengri tíma en ég vona svo sannarlega að henni verði snúið við núna á næstu árum,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. 8. júní 2022 21:01 Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. 8. júní 2022 20:19 Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. 8. júní 2022 21:01
Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. 8. júní 2022 20:19
Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09