Raðnauðgari dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:53 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni. Maðurinn er alls með fjóra dóma á bakinu fyrir nauðganir. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira