Raðnauðgari dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:53 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni. Maðurinn er alls með fjóra dóma á bakinu fyrir nauðganir. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira